Hærri tekjur á suðvesturhorninu 29. júlí 2005 00:01 Embætti skattstjóra um land allt lögðu fram skrá yfir álagða skatta árið 2005 í gær. Upplýsingar um álagninguna liggja frammi hjá embættunum til 12. ágúst næstkomandi og er öllum frjálst að kynna sér þær. Álögð gjöld í Reykjavík og Reykjanesumdæmi eru samtals um 114 milljarðar króna af um 145 milljörðum króna sem er áætluð tekjuskattsbyrði allra landsmanna. Þannig koma nærri 80 prósent álagðra gjalda meðal einstaklinga af Suðvesturhorni landsins en þar búa liðlega tveir þriðju hlutar landsmanna. Ef aðeins er tekið mið af tíu hæstu greiðendum í öllum níu umdæmunum eru gjöld að jafnaði langhæst í Reykjavík eða liðlega 67 milljónir króna að jafnaði. Næst hæst eru gjöldin í Reykjanesumdæmi eða um 40 milljónir króna að meðaltali í hópi tíu hæstu greiðenda. Í þriðja sæti eru greiðendur í embætti Skattstjóra Suðurlands eða nærri 23 milljónir króna að meðaltali. Álögð gjöld eru að jafnaði lægst á Norðurlandi vestra, á Vestfjörðum og Austurlandi eða sex til sjö milljónir króna í hópi þeirra tíu hæstu í hverju umdæmanna. Gjöldin skiptast þannig að tekjuskattur er innan við helmingur heildar álagningarinnar,en útsvar, fjármagnstekjuskattur og önnur gjöld liðlega helmingur. Þannig nemur tekjuskattur Reykvíkinga um 30 milljörðum króna, útsvar 28 milljörðum og þeir greiða samtals um þrjá og hálfan milljarð króna í fjármagnstekjuskatt. Samtals nema gjöld skattgreiðenda í höfuðborginni alls um 65 milljörðum króna. Hæsti skattgreiðandi landsins er Frosti Bergsson kaupsýslumaður en hann greiðir alls um 123 milljónir króna í skatta. Kaupsýslu- og eignafólk er áberandi í hópi hæstu skattgreiðenda. Norðurlandsumdæmi vestra sker sig úr en þar eru sjö læknar meðal tíu hæstu skattgreiðendanna. Aðeins átta konur eru í hópi eitt hundrað gjaldahæstu einstaklinganna í landinu. Þær eru aftur á móti um helmingur þeirra sem greiða hæsta eignaskattinn Fréttir Innlent Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Embætti skattstjóra um land allt lögðu fram skrá yfir álagða skatta árið 2005 í gær. Upplýsingar um álagninguna liggja frammi hjá embættunum til 12. ágúst næstkomandi og er öllum frjálst að kynna sér þær. Álögð gjöld í Reykjavík og Reykjanesumdæmi eru samtals um 114 milljarðar króna af um 145 milljörðum króna sem er áætluð tekjuskattsbyrði allra landsmanna. Þannig koma nærri 80 prósent álagðra gjalda meðal einstaklinga af Suðvesturhorni landsins en þar búa liðlega tveir þriðju hlutar landsmanna. Ef aðeins er tekið mið af tíu hæstu greiðendum í öllum níu umdæmunum eru gjöld að jafnaði langhæst í Reykjavík eða liðlega 67 milljónir króna að jafnaði. Næst hæst eru gjöldin í Reykjanesumdæmi eða um 40 milljónir króna að meðaltali í hópi tíu hæstu greiðenda. Í þriðja sæti eru greiðendur í embætti Skattstjóra Suðurlands eða nærri 23 milljónir króna að meðaltali. Álögð gjöld eru að jafnaði lægst á Norðurlandi vestra, á Vestfjörðum og Austurlandi eða sex til sjö milljónir króna í hópi þeirra tíu hæstu í hverju umdæmanna. Gjöldin skiptast þannig að tekjuskattur er innan við helmingur heildar álagningarinnar,en útsvar, fjármagnstekjuskattur og önnur gjöld liðlega helmingur. Þannig nemur tekjuskattur Reykvíkinga um 30 milljörðum króna, útsvar 28 milljörðum og þeir greiða samtals um þrjá og hálfan milljarð króna í fjármagnstekjuskatt. Samtals nema gjöld skattgreiðenda í höfuðborginni alls um 65 milljörðum króna. Hæsti skattgreiðandi landsins er Frosti Bergsson kaupsýslumaður en hann greiðir alls um 123 milljónir króna í skatta. Kaupsýslu- og eignafólk er áberandi í hópi hæstu skattgreiðenda. Norðurlandsumdæmi vestra sker sig úr en þar eru sjö læknar meðal tíu hæstu skattgreiðendanna. Aðeins átta konur eru í hópi eitt hundrað gjaldahæstu einstaklinganna í landinu. Þær eru aftur á móti um helmingur þeirra sem greiða hæsta eignaskattinn
Fréttir Innlent Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira