Innlent

Velta greiðslukorta eykst

Greiðslukortavelta Íslendinga jókst umtalsvert fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Kredikortavelta jókst um tæp fjórtán prósent á tímabilinu og debetkortavelta um tæp 26 prósent samkvæmt Hagvísi Hagstofu Íslands. Kredikortavelta Íslendinga erlendis jókst um rúm tuttugu prósent á tímabilinu á meðan erlend greiðslukortavelta hér á landi jókst aðeins um 0,3 prósentustig. Nýskráningum bíla fjölgaði gríðarlega fyrri sex mánuði ársins, eða um 63,2 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×