Eldfimar upplýsingar í könnun 29. júlí 2005 00:01 Í ítarlegri lífskjararannsókn sem IMG Gallup framkvæmdi á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu í vor, að ósk bæjaryfirvalda á Akureyri, má lesa margvíslegar niðurstöður og ef svör eru samkeyrð má fá enn fleiri og nákvæmari upplýsingar. Margar gagnlegar og lítt umdeildar upplýsingar er að finna í niðurstöðunum sem bæjaryfirvöld á Akureyri geta notað við uppbyggingu bæjarins, bæjarbúum öllum til hagsbóta, en þar er einnig að finna upplýsingar sem sumir telja viðkvæmar og vakið hafa deilur á Akureyri. Þar á meðal eru upplýsingar sem bæjaryfirvöld á Akureyri lögðu ekki upp með að kanna sérstaklega en fylgja með í pakkanum sem bakgrunnsbreytur sem notaðar voru við rannsóknina. Ein slík bakgrunnsbreyta er spurning númer 58 en þar eru Akureyringar spurðir hvaða flokk eða lista þeir hefðu kosið í vor ef gengið hefði verið til kosninga á þeim tíma sem könnunin var framkvæmd. Í endanlegri skýrslu sem IMG Gallup afhenti bæjaryfirvöldum á Akureyri eru svör við þeirri spurningu keyrð saman við svör við öðrum spurningum og þá má meðal annars sjá að nær helmingur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins á Akureyri er með 300 þúsund krónur eða meira í mánaðarlaun. Fjölskyldutekjur 60 prósenta fylgismanna Sjálfstæðisflokksins eru hærri en 550 þúsund krónur á meðan fjölskyldutekjur 8,6 prósenta stuðningsmanna Vinstri grænna eru hærri en 550 þúsund krónur. Fylgismenn Sjálfstæðisflokksins á Akureyri er frekar að finna á meðal þeirra sem búið hafa lengi á Akureyri á meðan stór hluti stuðningsmanna Samfylkingarinnar á fremur stutta búsetu á Akureyri að baki. Aðeins 5,6 prósent kjósenda Framsóknarflokksins á Akureyri hafa háskólapróf en 35,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins hafa slíkt próf. Hátt í þriðjungur kjósenda Samfylkingarinnar hefur einungis grunnskólapróf. Ýmsar fleiri slíkar upplýsingar má lesa úr rannsókninni, svo sem aldurs- og kynjasamsetningu fylgismanna flokkanna og í hvaða hverfum á Akureyri þeir búa. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa einnig í höndum sambærilegar upplýsingar varðandi íbúa höfuðborgarsvæðisins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira
Í ítarlegri lífskjararannsókn sem IMG Gallup framkvæmdi á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu í vor, að ósk bæjaryfirvalda á Akureyri, má lesa margvíslegar niðurstöður og ef svör eru samkeyrð má fá enn fleiri og nákvæmari upplýsingar. Margar gagnlegar og lítt umdeildar upplýsingar er að finna í niðurstöðunum sem bæjaryfirvöld á Akureyri geta notað við uppbyggingu bæjarins, bæjarbúum öllum til hagsbóta, en þar er einnig að finna upplýsingar sem sumir telja viðkvæmar og vakið hafa deilur á Akureyri. Þar á meðal eru upplýsingar sem bæjaryfirvöld á Akureyri lögðu ekki upp með að kanna sérstaklega en fylgja með í pakkanum sem bakgrunnsbreytur sem notaðar voru við rannsóknina. Ein slík bakgrunnsbreyta er spurning númer 58 en þar eru Akureyringar spurðir hvaða flokk eða lista þeir hefðu kosið í vor ef gengið hefði verið til kosninga á þeim tíma sem könnunin var framkvæmd. Í endanlegri skýrslu sem IMG Gallup afhenti bæjaryfirvöldum á Akureyri eru svör við þeirri spurningu keyrð saman við svör við öðrum spurningum og þá má meðal annars sjá að nær helmingur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins á Akureyri er með 300 þúsund krónur eða meira í mánaðarlaun. Fjölskyldutekjur 60 prósenta fylgismanna Sjálfstæðisflokksins eru hærri en 550 þúsund krónur á meðan fjölskyldutekjur 8,6 prósenta stuðningsmanna Vinstri grænna eru hærri en 550 þúsund krónur. Fylgismenn Sjálfstæðisflokksins á Akureyri er frekar að finna á meðal þeirra sem búið hafa lengi á Akureyri á meðan stór hluti stuðningsmanna Samfylkingarinnar á fremur stutta búsetu á Akureyri að baki. Aðeins 5,6 prósent kjósenda Framsóknarflokksins á Akureyri hafa háskólapróf en 35,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins hafa slíkt próf. Hátt í þriðjungur kjósenda Samfylkingarinnar hefur einungis grunnskólapróf. Ýmsar fleiri slíkar upplýsingar má lesa úr rannsókninni, svo sem aldurs- og kynjasamsetningu fylgismanna flokkanna og í hvaða hverfum á Akureyri þeir búa. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa einnig í höndum sambærilegar upplýsingar varðandi íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira