Innlent

Hættuástand við aðgerðir bílstjóra

Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs hafa komið því á framfæri við nokkra atvinnubílstjóra, sem ætla að trufla eða jafnvel stöðva umferð á aðalumferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu í dag, að það teljist hættuástand ef neyðarakstur lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkrabíla tefst af þeim völdum. Af slíkum aðgerðum hlytist líka margvíslegt óhagræði fyrir hinn almenna vegfaranda sem ekkert hefur til saka unnið og ekkert gert á hlut þeirra sem boðað hafa aðgerðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×