Ekki með sína menn í hlaupum og leiðindum 19. ágúst 2007 15:30 Fyrsta tímabil HK í úrvalsdeild er afar sérstakt þar sem HK-liðið er fórnarlamb aðstæðna því þátttaka mótherja þeirra í Evrópukeppni og bikarkeppni hefur þýtt að færa leiki þeirra til. Gunnar Guðmundsson, þjálfari HK, náði að stýra liði sínu til sigurs í fyrsta leik eftir þriggja vikna hlé. Andstæðingar þeirra í Keflavík höfðu spilað fjóra leiki á þessum þremur vikum. „Þetta var rosalega sérstakt og maður fann alveg að allur krafturinn datt úr þessu. Ég gaf samt smá frí þannig að mínir menn náðu að endurnærast aðeins. Eftir að við náðum aðeins að hvíla okkur og jafna okkur þá byggðum við okkur markvisst upp fyrir þessi verkefni sem eru fram undan. Ég held að það hafi bara tekist ágætlega," segir Gunnar sem passaði upp á að hans mönnum fyndust þeir ekki vera að ganga í gegnum annað undirbúningstímabil. „Ég vildi það ekki því það er nógu leiðinlegt fyrir menn að ganga í gegnum það. Við reyndum að halda léttleikanum áfram uppi og spiluðum þá frekar mót innan liðsins. Við reyndum að hafa keppni inn á æfingum til að halda því við. Ég ætlaði alls ekki að fara út í einhver hlaup og leiðindi. Við skemmtun okkur bara ágætlega en það var alveg klárt að við þurftum náttúrlega að halda við líkamlega þættinum," segir Gunnar. HK er komið með 14 stig eftir sigurinn og er nú með fimm stigum fleiri en Fram sem í 10. sæti. „KR og Fram voru að ná í stig í þessari umferð og þess vegna var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að halda muninum sem var á liðunum fyrir leikina. Það var líka mikilvægt upp á sjálfstraustið að lenda ekki í einhverri taphrinu og við erum þá alltaf að sækja inn á milli sigurleiki eða stig," segir Gunnar en fram undan er leikur gegn efsta liðinu í kvöld og svo gegn botnliði Fram eftir viku. Eftir það kemur landsleikjahlé og önnur löng pása fyrir HK en þá líða 17 dagar á milli leikja. „Nú stefnir í aðra svona hvíld í byrjun september. Fylkir er kominn áfram í bikarnum og við áttum að spila við þá 2. september. Bikarleikurinn lendir einmitt á sama tíma sem þýðir aðra þriggja vikna pásu hjá okkur," segir Gunnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Fyrsta tímabil HK í úrvalsdeild er afar sérstakt þar sem HK-liðið er fórnarlamb aðstæðna því þátttaka mótherja þeirra í Evrópukeppni og bikarkeppni hefur þýtt að færa leiki þeirra til. Gunnar Guðmundsson, þjálfari HK, náði að stýra liði sínu til sigurs í fyrsta leik eftir þriggja vikna hlé. Andstæðingar þeirra í Keflavík höfðu spilað fjóra leiki á þessum þremur vikum. „Þetta var rosalega sérstakt og maður fann alveg að allur krafturinn datt úr þessu. Ég gaf samt smá frí þannig að mínir menn náðu að endurnærast aðeins. Eftir að við náðum aðeins að hvíla okkur og jafna okkur þá byggðum við okkur markvisst upp fyrir þessi verkefni sem eru fram undan. Ég held að það hafi bara tekist ágætlega," segir Gunnar sem passaði upp á að hans mönnum fyndust þeir ekki vera að ganga í gegnum annað undirbúningstímabil. „Ég vildi það ekki því það er nógu leiðinlegt fyrir menn að ganga í gegnum það. Við reyndum að halda léttleikanum áfram uppi og spiluðum þá frekar mót innan liðsins. Við reyndum að hafa keppni inn á æfingum til að halda því við. Ég ætlaði alls ekki að fara út í einhver hlaup og leiðindi. Við skemmtun okkur bara ágætlega en það var alveg klárt að við þurftum náttúrlega að halda við líkamlega þættinum," segir Gunnar. HK er komið með 14 stig eftir sigurinn og er nú með fimm stigum fleiri en Fram sem í 10. sæti. „KR og Fram voru að ná í stig í þessari umferð og þess vegna var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að halda muninum sem var á liðunum fyrir leikina. Það var líka mikilvægt upp á sjálfstraustið að lenda ekki í einhverri taphrinu og við erum þá alltaf að sækja inn á milli sigurleiki eða stig," segir Gunnar en fram undan er leikur gegn efsta liðinu í kvöld og svo gegn botnliði Fram eftir viku. Eftir það kemur landsleikjahlé og önnur löng pása fyrir HK en þá líða 17 dagar á milli leikja. „Nú stefnir í aðra svona hvíld í byrjun september. Fylkir er kominn áfram í bikarnum og við áttum að spila við þá 2. september. Bikarleikurinn lendir einmitt á sama tíma sem þýðir aðra þriggja vikna pásu hjá okkur," segir Gunnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira