Innlent

Rekin úr flokknum fyrir umdeilt ástarsamband

Iris Robinson og elskhugi hennar, Kirk McCambley.
Iris Robinson og elskhugi hennar, Kirk McCambley.

Norður-írska þingkonan Iris Robinson hefur verið rekin úr DPU flokknum eftir að upp komst að hún átti í ástarsambandið við 19 ára pilt fyrir tveimur árum síðan. Sjálf var hún 58 ára gömul þegar ástarsambandið stóð yfir.

Samkvæmt Daily Telegraph þá hefur Robinson verið rekin úr flokknum og er haft eftir heimildarmanni innan flokksins að það hafi ekkert annað komið til greina.

Robinson þótti íhaldsamur stjórnmálamaður en hneykslið sem umlykur hana nú hefur komið kjósendum flokksins í opna skjöldu. Sjálf þykir hún íhaldssöm og guðrækin auk þess sem hún hefur haldið á lofti óvægnum skoðunum gagnvart samkynhneigðum.

Upp komst um ástarsamband Robinson við hinn nítján ára gamla Kirk McCambley eftir að spurningar vöknuðu vegna 50 þúsund punda sem voru nýttir í kaffihús sem Kirk opnaði og rekur enn þann dag í dag.

Sjálf var hún í nefnd sem gaf Kirk tilskilin leyfi til þess að opna staðinn árið 2008.

Tvö ár eru síðan þau áttu í ástarsambandi. Kirk er núna 21 árs en Robinson er 60 ára. Þau kynntust þegar hann var níu ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×