Innlent

Innbrotsþjófar á ferð í Grímsnesi

Innbrotsþjófar eru búnir að brjótast inn í nokkra sumarbústaði í Kiðjabergslandi í Grímsnes- og Grafningshreppi á Suðurlandi. Þegar haft var samband við lögregluna voru rannsóknarlögreglumenn enn á vettvangi. Ekki er ljóst hversu margir bústaðir hafa orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófunum en þeir eru minnst þrír að sögn varðstjóra.

Eigendur bústaða á svæðinu eru hvattir til þess að athuga með þá.

Þetta er þá í annað skiptið á stuttum tíma sem innbrotsþjófar brjótast inn í bústaði á svæðinu. Fyrir ekki svo löngu var brotist inn í hátt í tíu bústaði. Þjófarnir stálu þá margvísislegum munum, helst raftæki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×