Innlent

Flatskjáum stolið úr sumarbústöðum

Þremur flatskjáum var stolið úr jafnmörgum sumarbústöðum í Kiðjabergslandi í Grímsnesi- og Grafningshreppi í nótt að sögn varðstjóra lögreglunnar á Selfossi. Þjófarnir virðast, við fyrstu sýn, ekki hafa tekið neitt annað ófrjálsri hendi.

Ekki er ljóst hvort farið var inn í fleiri sumarbústaði og býst varðstjóri allt eins við því að fá frekari tilkynningar eftir því sem eigendur athuga með bústaðina sína.

Lögreglan handtók pilt og stúlku um tvítugt í nótt sem höfðu brotist inn í sumarbústað í Grímsnesinu.

Öryggiskerfið fór í gang og var parið handtekið í bústaðnum. Í ljós kom að þau voru að leita sér að næturstað. Þau tengjast á engan hátt innbrotunum í Kiðjabergslandi.


Tengdar fréttir

Innbrotsþjófar á ferð í Grímsnesi

Innbrotsþjófar eru búnir að brjótast inn í nokkra sumarbústaði í Kiðjabergslandi í Grímsnes- og Grafningshreppi á Suðurlandi. Þegar haft var samband við lögregluna voru rannsóknarlögreglumenn enn á vettvangi. Ekki er ljóst hversu margir bústaðir hafa orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófunum en þeir eru minnst þrír að sögn varðstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×