Allir dýravinir hjartanlega velkomnir Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. júlí 2014 09:00 Hallgerður á páfagauk, hesta, hunda og orma. vísir/gva „Við ætlum að vera með lítinn viðburð í húsnæði félagsins að Grensásvegi 12a þar sem við förum yfir söguna og gæðum okkur á kaffi og kökum. Dýravinir eru hjartanlega velkomnir sem og dýrin – við vísum engum frá,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. Félagið fagnar hundrað ára afmæli sínu á sunnudaginn frá klukkan 14 til 17. Dýraverndarsambandið hefur starfað óslitið síðan það var stofnað þann 13. júlí árið 1914, þó undir fleiri nöfnum. Félagið hét Dýraverndunarfélag Íslands fyrstu 55 árin en var svo skipt upp í Dýraverndunarfélag Reykjavíkur og Samband Dýraverndunarfélaga Íslands með ákvörðun aðalfundar árið 1959. Það var svo í kringum árið 1996 að félagið var aftur sameinað með samþykki aðalfundar beggja félaga. Hallgerður hefur starfað sem formaður félagsins síðan síðasta vor. „Þetta er mjög verðugt samfélagsmál að vinna að. Þetta er hugsjónamál en ekki hagsmunamál,“ segir Hallgerður en félagið hefur afkastað miklu á þessum hundrað árum. „Eitt af fyrstu baráttumálunum var að sett yrðu lög um dýravernd og félagið barðist meðal annars fyrir því að fá á lög um aflífun dýra. Fyrsta frumvarpið um dýravernd var skrifað af sambandinu og lagt fyrir Alþingi. Þá gaf félagið líka út tímaritið Dýraverndarinn sem var mjög vinsælt og hófum við endurútgáfu á því fyrir nokkrum árum,“ segir Hallgerður og bætir við að vinnan í dag sé aðeins frábrugðin því sem var. „Í dag er vinnan praktískari. Búið er að setja lög um dýravelferð og stofna til dýraspítala víðs vegar um landið. Meðferð dýra hefur batnað mikið. Við höfum þó áhyggjur af þauleldi dýra í landbúnaði. Samkvæmt lögum félagsins á það að reyna að upplýsa almenning um hvernig á að bregðast við illri meðferð og passa að dýrin falli ekki í gleymsku. Einnig að veita umsagnir og álit varðandi málefni dýra. Við tökum líka upp einstök mál.“ Sjálf er Hallgerður mikill dýravinur og nýtur sín í hlutverkinu. „Ég á gamlan páfagauk sem er tólf ára. Svo á ég fimm hesta og tvo hunda. Og svo orma sem búa til mold úr lífrænum afgangi heimilisins. Þeir eru í miklu uppáhaldi,“ segir Hallgerður, spennt fyrir sunnudeginum. Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira
„Við ætlum að vera með lítinn viðburð í húsnæði félagsins að Grensásvegi 12a þar sem við förum yfir söguna og gæðum okkur á kaffi og kökum. Dýravinir eru hjartanlega velkomnir sem og dýrin – við vísum engum frá,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. Félagið fagnar hundrað ára afmæli sínu á sunnudaginn frá klukkan 14 til 17. Dýraverndarsambandið hefur starfað óslitið síðan það var stofnað þann 13. júlí árið 1914, þó undir fleiri nöfnum. Félagið hét Dýraverndunarfélag Íslands fyrstu 55 árin en var svo skipt upp í Dýraverndunarfélag Reykjavíkur og Samband Dýraverndunarfélaga Íslands með ákvörðun aðalfundar árið 1959. Það var svo í kringum árið 1996 að félagið var aftur sameinað með samþykki aðalfundar beggja félaga. Hallgerður hefur starfað sem formaður félagsins síðan síðasta vor. „Þetta er mjög verðugt samfélagsmál að vinna að. Þetta er hugsjónamál en ekki hagsmunamál,“ segir Hallgerður en félagið hefur afkastað miklu á þessum hundrað árum. „Eitt af fyrstu baráttumálunum var að sett yrðu lög um dýravernd og félagið barðist meðal annars fyrir því að fá á lög um aflífun dýra. Fyrsta frumvarpið um dýravernd var skrifað af sambandinu og lagt fyrir Alþingi. Þá gaf félagið líka út tímaritið Dýraverndarinn sem var mjög vinsælt og hófum við endurútgáfu á því fyrir nokkrum árum,“ segir Hallgerður og bætir við að vinnan í dag sé aðeins frábrugðin því sem var. „Í dag er vinnan praktískari. Búið er að setja lög um dýravelferð og stofna til dýraspítala víðs vegar um landið. Meðferð dýra hefur batnað mikið. Við höfum þó áhyggjur af þauleldi dýra í landbúnaði. Samkvæmt lögum félagsins á það að reyna að upplýsa almenning um hvernig á að bregðast við illri meðferð og passa að dýrin falli ekki í gleymsku. Einnig að veita umsagnir og álit varðandi málefni dýra. Við tökum líka upp einstök mál.“ Sjálf er Hallgerður mikill dýravinur og nýtur sín í hlutverkinu. „Ég á gamlan páfagauk sem er tólf ára. Svo á ég fimm hesta og tvo hunda. Og svo orma sem búa til mold úr lífrænum afgangi heimilisins. Þeir eru í miklu uppáhaldi,“ segir Hallgerður, spennt fyrir sunnudeginum.
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira