Innlent

Ótækt að forsetinn sé í stælum við ríkisstjórnina

Þorsteinn Pálsson er ekki par sáttur við ákvörðun Ólafs Ragnars að beita 26. grein stjórnarskrárinnar.
Þorsteinn Pálsson er ekki par sáttur við ákvörðun Ólafs Ragnars að beita 26. grein stjórnarskrárinnar.

Það er stjórnskipulega ótæk og óverjandi staða í Icesavemálinu að þjóðhöfðinginn sé í stælum við ríkisstjórn sína og tali öðru máli en hún á erlendum vettvangi. Þetta segir Þorsteinn Pálsson í grein í Fréttablaðinu í morgun og á þar við frægt viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem birtist á BBC í vikunni.

Þorsteinn segir ennfremur að sú fullyrðing forseta í viðtalinu að fyrir liggi að Íslendingar ætli að standa við skuldbindingar sínar sé röng og ósönn. Hann segir Ólaf hafa sett málið í þann farveg að þjóðin eigi að ákveða hvort staðið verði við skuldbindingar samkvæmt samningi, eða þeim hafnað. Það séu einu úrræðin sem þjóðin hafi á atkvæðaseðli forsetans.

Hann segir framkomu forsetans varpa ljósi á nauðsyn þess að breyta stjórnarskránni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×