Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 19. júní 2018 14:56 Myndin er sviðsett en myndir af raunverulegum Xanax töflum eru neðar í fréttinni Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. Um er að ræða innfluttar bandarískar og ástralskar töflur eftir því sem fréttastofa kemst næst. Mikið magn hafi nýlega komið frá Ástralíu. Þá eru einhver dæmi um falsaðar Xanax töflur sem eru pressaðar af óprúttnum aðilum og geta innihaldið allskyns hættuleg efni.Íslenskur sölumaður með Xanax töflur í boðiVísirInnihaldsefnið í raunverulegum Xanax töflum er Alprazolam, sem er róandi lyf og lyfseðilsskylt á Íslandi. Yfirleitt er það afgreitt undir nafninu Tafil í apótekum hér á landi. Það hefur ekki ósvipaða virkni og Valíum en er töluvert sterkara. Töflurnar ganga kaupum og sölum á netinu, eru ílangar og innihalda tveggja milligramma skammt. Hver tafla kosta um 2 þúsund krónur í lausasölu á svörtum markaði en verðið lækkar hratt þegar keypt er í magni og dæmi eru um 50% magnafslátt. Efnið er gríðarlega sterkt og ein 2mg tafla getur rotað óvana, sérstaklega ef áfengi er haft um hönd á sama tíma. Þá getur neyslan framkallað ruglástand og langvarandi minnisleysi.Sölumaður býður magnafsláttVísirBandaríski rapparinn Lil Peep lést meðal annars vegna neyslu Xanax seint á síðasta ári. Amy Winehouse var með lyfið í líkamanum þegar hún lést og sömu sögu má segja um leikkonuna Brittany Murphy og plötusnúðinn DJ AM. Ástæða þess að lyfið kemur við sögu í svo mörgum dauðsföllum er að það hægir mjög á öndun og getur auðveldlega valdið öndunarstoppi og dauða, sérstaklega ef þess er neytt með áfengi eða öðrum vímugjöfum. Auk Xanax virðist stóraukið framboð á Oxycontin töflum á svörtum markaði hér á landi undanfarið. Það er sterkt morfínskylt lyf og hefur verið kallað „sveitalubba-heróín“ í Bandaríkjunum, enda áhrifin nánast þau sömu og af heróíní. Oxycontin töflurnar hafa lengi gengið kaupum og sölum hér á landi og var talað um að fíklar keyptu þær oft af krabbameinssjúklingum. Framboðið nú er hins vegar svo mikið að hægt er að útiloka að stór hluti af því komi frá íslenskum apótekum. Þá hefur verið mikið um Oxycontin töflur í umferð sem merktar eru með spænskum texta á umbúðunum og því væntanlega fluttar inn frá Spáni eða rómönsku Ameríku.Oxycontin með spænskum texta, í þessu tilviki er framleiðandinn lyfjafyrirtæki á SpániVísir Lyf Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. Um er að ræða innfluttar bandarískar og ástralskar töflur eftir því sem fréttastofa kemst næst. Mikið magn hafi nýlega komið frá Ástralíu. Þá eru einhver dæmi um falsaðar Xanax töflur sem eru pressaðar af óprúttnum aðilum og geta innihaldið allskyns hættuleg efni.Íslenskur sölumaður með Xanax töflur í boðiVísirInnihaldsefnið í raunverulegum Xanax töflum er Alprazolam, sem er róandi lyf og lyfseðilsskylt á Íslandi. Yfirleitt er það afgreitt undir nafninu Tafil í apótekum hér á landi. Það hefur ekki ósvipaða virkni og Valíum en er töluvert sterkara. Töflurnar ganga kaupum og sölum á netinu, eru ílangar og innihalda tveggja milligramma skammt. Hver tafla kosta um 2 þúsund krónur í lausasölu á svörtum markaði en verðið lækkar hratt þegar keypt er í magni og dæmi eru um 50% magnafslátt. Efnið er gríðarlega sterkt og ein 2mg tafla getur rotað óvana, sérstaklega ef áfengi er haft um hönd á sama tíma. Þá getur neyslan framkallað ruglástand og langvarandi minnisleysi.Sölumaður býður magnafsláttVísirBandaríski rapparinn Lil Peep lést meðal annars vegna neyslu Xanax seint á síðasta ári. Amy Winehouse var með lyfið í líkamanum þegar hún lést og sömu sögu má segja um leikkonuna Brittany Murphy og plötusnúðinn DJ AM. Ástæða þess að lyfið kemur við sögu í svo mörgum dauðsföllum er að það hægir mjög á öndun og getur auðveldlega valdið öndunarstoppi og dauða, sérstaklega ef þess er neytt með áfengi eða öðrum vímugjöfum. Auk Xanax virðist stóraukið framboð á Oxycontin töflum á svörtum markaði hér á landi undanfarið. Það er sterkt morfínskylt lyf og hefur verið kallað „sveitalubba-heróín“ í Bandaríkjunum, enda áhrifin nánast þau sömu og af heróíní. Oxycontin töflurnar hafa lengi gengið kaupum og sölum hér á landi og var talað um að fíklar keyptu þær oft af krabbameinssjúklingum. Framboðið nú er hins vegar svo mikið að hægt er að útiloka að stór hluti af því komi frá íslenskum apótekum. Þá hefur verið mikið um Oxycontin töflur í umferð sem merktar eru með spænskum texta á umbúðunum og því væntanlega fluttar inn frá Spáni eða rómönsku Ameríku.Oxycontin með spænskum texta, í þessu tilviki er framleiðandinn lyfjafyrirtæki á SpániVísir
Lyf Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira