Erlent

Kasta sætindum fyrir svín

MYND/Hari

Þeir kasta ekki perlum fyrir svín í Danmörku heldur sælgæti ef marka má fréttir í danska blaðinu Politiken. Þar segir að lítill hópur danskra svínabænda hafi tekið upp á því að gefa grísum sínum bæði hlaup, súkkulaði og lakkrís í bland við aðra hollari fæðu þar sem það er um helmingi ódýrara en korn. Haft er eftir einum bændanna að grísirnir kunni vel að meta sætindin en engum sögum fer af því hvaða áhrif þau hafa á gæði kjötsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×