Fótbolti

Cleverley stefnir á ÓL-gull

Hinn ungi miðjumaður Man. Utd, Tom Cleverley, er spenntur fyrir Ólympíuleikunum en þar verður hann í eldlínunni með breska fótboltaliðinu.

Hann byrjaði síðasta tímabil með miklum látum hjá Man. Utd en lenti svo í erfiðum meiðslum sem nánast gerðu út um tímabilið hjá honum.

Cleverley er bjartsýnn á gott gengi breska liðsins á ÓL.

"Við teljum okkur eiga góðan möguleika á gulli. Ég vonaðist til þess að komast í þetta lið fyrst ég gat ekki farið á EM. Að spila á leikunum hjálpar mér að komast yfir vonbrigðin sem síðasta tímabil var hjá mér," sagði Cleverley.

"Vonandi vinn ég marga titla með Man. Utd en að fá Ólympíugull er svo sannarlega eitthvað til þess að segja barnabörnunum frá."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×