„Benjamín er sterkasti krakki sem ég þekki“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. mars 2014 19:53 Árbærinn sameinaðist í dag í stuðningi sínum við Benjamín Nökkva sem glímir við lífshættulegan lungnasjúkdóm og hefur í tvígang sigrast á hvítblæði. Bekkjarsystkini hans stóðu fyrir söfnun í dag en þau lýsa bekkjarbróður sínum sem miklu hörkutóli. Benjamín lítur lífið björtum augum þrátt fyrir erfið veikindi. Hann er nú að takast á við afleiðingar umfangsmikillar lyfjameðferðar sem hann hefur tvisvar þurft að ganga í gegnum vegna hvítblæðis. Hann greindist með sjaldgæfan lungnasjúkdóm fyrir tveimur árum. Bekkjarsystkini Benjamíns skipulögðu einskonar söfnunarhátíð til að létta undir með fjölskyldunni. Fjöldi fólks mætti í Selásskóla í dag. Fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta mættu verðandi fótboltastjörnum. Benjamín, sem er ákafur fótboltaaðdáandi, fylgdist með af hliðarlínunni. „Við erum að halda upp á Benjamínsdaginn,“ segir Tekla Ólafsdóttir, bekkjarsystir Benjamíns. „Benjamín er svolítið veikur núna. Þess vegna ætlum við að safna pening fyrir aðgerðir.“ „Við fengum kennarana með okkur. Mamma mín vinnur hjá Ölgerðinni og við redduðum gosi,“ segir Emil Ásgeir Emilsson, bekkjarbróðir. „Við erum að reyna að safna pening fyrir lungun hans Benjamíns.“ „Þegar ég var fyrst með honum á leikskóla þá var hann eiginlega ekkert veikur. Hann fékk krabbamein en losnaði við það. Síðan fékk hann það aftur.“ mynd/björn harðarsonFjáröflunin gekk vonum framar og margir fóru sáttir heim eftir gott gengi í happadrættinu. Margir töluðu um að í dag hefði Árbærinn sameinast til að hjálpa fjölskyldunni. „Þetta er kannski það merkilegasta við þetta,“ segir Björn Harðarson, faðir Benjamíns. „Við fórum með kökur í hús í gær og þá sáum allt fólkið sem stendur að þessu. Þá kom þessi tilfinning fyrst, að maður tilheyrði þessum stóra hópi.“ „Hann er sterkasti krakki sem ég þekki,“ segir Emil um Benjamín. „Hann hefur tekið mikið á sig.“ „Krakkarnir, þau eru svo einlæg og maður sér hjartað hvað það er hreint. Þau eru sigurvegarar dagsins.“Hægt er að styðja Benjamín með því leggja inn á þennan reikning: 114-15-630755 Kennitala: 280703-3460 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Árbærinn sameinaðist í dag í stuðningi sínum við Benjamín Nökkva sem glímir við lífshættulegan lungnasjúkdóm og hefur í tvígang sigrast á hvítblæði. Bekkjarsystkini hans stóðu fyrir söfnun í dag en þau lýsa bekkjarbróður sínum sem miklu hörkutóli. Benjamín lítur lífið björtum augum þrátt fyrir erfið veikindi. Hann er nú að takast á við afleiðingar umfangsmikillar lyfjameðferðar sem hann hefur tvisvar þurft að ganga í gegnum vegna hvítblæðis. Hann greindist með sjaldgæfan lungnasjúkdóm fyrir tveimur árum. Bekkjarsystkini Benjamíns skipulögðu einskonar söfnunarhátíð til að létta undir með fjölskyldunni. Fjöldi fólks mætti í Selásskóla í dag. Fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta mættu verðandi fótboltastjörnum. Benjamín, sem er ákafur fótboltaaðdáandi, fylgdist með af hliðarlínunni. „Við erum að halda upp á Benjamínsdaginn,“ segir Tekla Ólafsdóttir, bekkjarsystir Benjamíns. „Benjamín er svolítið veikur núna. Þess vegna ætlum við að safna pening fyrir aðgerðir.“ „Við fengum kennarana með okkur. Mamma mín vinnur hjá Ölgerðinni og við redduðum gosi,“ segir Emil Ásgeir Emilsson, bekkjarbróðir. „Við erum að reyna að safna pening fyrir lungun hans Benjamíns.“ „Þegar ég var fyrst með honum á leikskóla þá var hann eiginlega ekkert veikur. Hann fékk krabbamein en losnaði við það. Síðan fékk hann það aftur.“ mynd/björn harðarsonFjáröflunin gekk vonum framar og margir fóru sáttir heim eftir gott gengi í happadrættinu. Margir töluðu um að í dag hefði Árbærinn sameinast til að hjálpa fjölskyldunni. „Þetta er kannski það merkilegasta við þetta,“ segir Björn Harðarson, faðir Benjamíns. „Við fórum með kökur í hús í gær og þá sáum allt fólkið sem stendur að þessu. Þá kom þessi tilfinning fyrst, að maður tilheyrði þessum stóra hópi.“ „Hann er sterkasti krakki sem ég þekki,“ segir Emil um Benjamín. „Hann hefur tekið mikið á sig.“ „Krakkarnir, þau eru svo einlæg og maður sér hjartað hvað það er hreint. Þau eru sigurvegarar dagsins.“Hægt er að styðja Benjamín með því leggja inn á þennan reikning: 114-15-630755 Kennitala: 280703-3460
Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira