Erlent

Evrópubúar mjög drykkfelldir

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vekur í nýrri skýrslu athygli á því hversu margir látast af völdum áfengis eða sjúkdómum tengdum áfengi í Evrópu. Fram kemur að Evrópubúar drekka tvöfalt meira en meðaltalið er í heiminum en árið 2002 létust sex hundruð þúsund manns í Evrópu af völdum áfengis eða sjúkdóma tengdum neyslunni. Þetta þýðir að áfengi er í þriðja sæti yfir algengustu dánarorsakir Evrópubúa, á eftir háum blóðþrýstingi og reykingum. Ennfremur kemur fram að íbúar Austur- og Norður-Evrópu drekka mest af sterku áfengi en neysla þess er mun minni í Suður-Evrópu þar sem léttvín er tekið fram yfir það sterka. Drykkja unglinga er hins vegar útbreidd um alla álfuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×