Hvað yrði gert ef fiskurinn hætti að láta sjá sig á Íslandsmiðum? Þórir Garðarsson skrifar 27. apríl 2020 11:58 Áhugavert er að velta fyrir sér hvernig tekið yrði á málunum ef sjávarútvegurinn sæi fram á sama tekjuhrun og blasir við ferðaþjónustunni. Segjum sem svo að allur fiskur hyrfi skyndilega af Íslandsmiðum en fiskifræðingar teldu að hann kæmi aftur á miðju næsta ári. Lætur einhver sér detta í hug að umræðan myndi snúast um að keyra ætti tekjulaus fyrirtæki í sjávarútvegi í þrot og þau gagnrýnd fyrir miklar fjárfestingar og oftraust á fiskveiðum? Engan veginn. Til þess þekkja flestir landsmenn mikilvægi sjávarútvegsins of vel. Umræðan myndi snúast um að bjarga fyrirtækjunum með öllum ráðum til að vera viðbúin endurkomu fisksins á miðin. Bent yrði á að gjaldþrota sjávarútvegsfyrirtæki væru lítils virði án þekkingarinnar á að reka þau, án viðskiptasambandanna, án kunnáttu sjómanna, án markaðssambandanna, án skilnings á viðskiptavinunum. Hvað ættu lánastofnanir svosem að gera við verkefnalaus skip og fiskvinnslur? Erlendu ferðamennirnir eru ferðaþjónustunni það sem fiskurinn er sjávarútveginum. Aftur á móti virðist töluvert vanta upp á skilning á núverandi stöðu ferðaþjónustunnar. Stjórnvöld tala ekki um að bjarga atvinnugreininni frá hruni, heldur í mesta lagi lengja í lánum hjá einhverjum, á þess að neinn viti hjá hverjum og fresta skattgreiðslum. Óhjákvæmilega muni mörg fyrirtækin verða gjaldþrota í þessu óvissuástandi þar sem ríkið talar ekki um raunverulega björgunarpakka, líkt og stjórnvöld gera gagnvart ferðaþjónustunni víða annars staðar. Undarleg forlagatrú einkennir afstöðu margra til afdrifa ferðaþjónustunnar – að atvinnugreinin verði bara að sætta sig við að verða að engu. Að „einhverjir“ muni svo taka á móti ferðamönnunum þegar þeir láta sjá sig aftur. Afstaðan virðist sú að þekking í ferðaþjónustu sé lítils virði og ekki á vetur setjandi. Undarlegt er að heyra ráðherra segja að boltinn sé hjá fyrirtækjunum, eins og þau liggi almennt með digra sjóði til að mæta algjöru tekjuhruni. Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum skilað mestu velmegun sem þessi þjóð þekkir. Tekjur af ferðamönnum hafa flætt um allt þjóðfélagið, styrkt landsbyggðina, aukið kaupmátt og haldið verðbólgu niðri. Þegar ferðamenn koma aftur, sem þeir munu gera, þá skiptir öllu máli að fyrirtæki í ferðaþjónustu verði til staðar til að veita þeim þjónustu. Fyrirtækin verða þess ekki megnug nema að þeim verði bjargað yfir erfiðasta hjallann. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Áhugavert er að velta fyrir sér hvernig tekið yrði á málunum ef sjávarútvegurinn sæi fram á sama tekjuhrun og blasir við ferðaþjónustunni. Segjum sem svo að allur fiskur hyrfi skyndilega af Íslandsmiðum en fiskifræðingar teldu að hann kæmi aftur á miðju næsta ári. Lætur einhver sér detta í hug að umræðan myndi snúast um að keyra ætti tekjulaus fyrirtæki í sjávarútvegi í þrot og þau gagnrýnd fyrir miklar fjárfestingar og oftraust á fiskveiðum? Engan veginn. Til þess þekkja flestir landsmenn mikilvægi sjávarútvegsins of vel. Umræðan myndi snúast um að bjarga fyrirtækjunum með öllum ráðum til að vera viðbúin endurkomu fisksins á miðin. Bent yrði á að gjaldþrota sjávarútvegsfyrirtæki væru lítils virði án þekkingarinnar á að reka þau, án viðskiptasambandanna, án kunnáttu sjómanna, án markaðssambandanna, án skilnings á viðskiptavinunum. Hvað ættu lánastofnanir svosem að gera við verkefnalaus skip og fiskvinnslur? Erlendu ferðamennirnir eru ferðaþjónustunni það sem fiskurinn er sjávarútveginum. Aftur á móti virðist töluvert vanta upp á skilning á núverandi stöðu ferðaþjónustunnar. Stjórnvöld tala ekki um að bjarga atvinnugreininni frá hruni, heldur í mesta lagi lengja í lánum hjá einhverjum, á þess að neinn viti hjá hverjum og fresta skattgreiðslum. Óhjákvæmilega muni mörg fyrirtækin verða gjaldþrota í þessu óvissuástandi þar sem ríkið talar ekki um raunverulega björgunarpakka, líkt og stjórnvöld gera gagnvart ferðaþjónustunni víða annars staðar. Undarleg forlagatrú einkennir afstöðu margra til afdrifa ferðaþjónustunnar – að atvinnugreinin verði bara að sætta sig við að verða að engu. Að „einhverjir“ muni svo taka á móti ferðamönnunum þegar þeir láta sjá sig aftur. Afstaðan virðist sú að þekking í ferðaþjónustu sé lítils virði og ekki á vetur setjandi. Undarlegt er að heyra ráðherra segja að boltinn sé hjá fyrirtækjunum, eins og þau liggi almennt með digra sjóði til að mæta algjöru tekjuhruni. Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum skilað mestu velmegun sem þessi þjóð þekkir. Tekjur af ferðamönnum hafa flætt um allt þjóðfélagið, styrkt landsbyggðina, aukið kaupmátt og haldið verðbólgu niðri. Þegar ferðamenn koma aftur, sem þeir munu gera, þá skiptir öllu máli að fyrirtæki í ferðaþjónustu verði til staðar til að veita þeim þjónustu. Fyrirtækin verða þess ekki megnug nema að þeim verði bjargað yfir erfiðasta hjallann. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun