Fótbolti

Rosengård skaust í toppsætið með sigri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sara Björk í leik með Íslandi á sínum tíma.
Sara Björk í leik með Íslandi á sínum tíma. Vísir/Getty
Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Rosengård skutust upp í efsta sætið í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 2-0 sigri á Umea á heimavelli í kvöld.

Sara var að vanda í byrjunarliði Rosengard í leiknum og lék allar 90 mínúturnar í sigrinum. Sá Natasa Andonova um markaskorunina fyrir Rosengard en sigurinn kom Rosenborg upp í toppsæti sænsku úrvalsdeildarinnar.

Glódís Perla Viggósdóttir og félagar í Eskilstuna United eiga þó leik til góða og geta endurheimt toppsætið með sigri á Mallbackens á sunnudaginn en eftir þann leik eru tvær umferðir eftir af sænsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×