Sextíu sagt upp vegna boðaðra stjórnvaldsaðgerða 30. nóvember 2009 12:33 Ísafjörður. Mynd úr safni. Verktakafyrirtækið KNH á Ísafirði hefur ákveðið að segja upp 60 af 84 starfsmönnum nú um næstu mánaðarmót en þetta kemur fram á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Þar segir að KNH sendi starfsmönnum fyrirtækisins bréf fyrr í vikunni þar sem farið er yfir þá stöðu sem KNH stendur frammi fyrir. Ástæða uppsagnanna er sögð endurskipulagning á fyrirtækinu vegna nýtilkominna stjórnvaldsaðgerða í formi aukinnar skattpíningar og álögur á fyrirtæki ásamt algjöru verkefnafrosti. KNH er stærsta fyrirtækið á Vestfjörðum í vega- og jarðvegsframkvæmdum og byggist starfsemi KNH nánast alfarið á þesskonar framkvæmdum. Á heimasíðu verkalýðsfélagsins segir að á fundi með fulltrúum verkalýðsfélagsins, trúnaðarmanni og framkvæmdarstjóra fyrirtækisins, hafi komi í ljós að fyrirtækið sæi sér þann kost nauðugan að segja upp starfsfólki og fara í endurskipulagningu vegna boðaðra stjórnvaldsaðgerða. Fyrirtækið sjái ekki fram á að geta haldið út óbreyttri starfsemi ef ekki verði farið í frekari vega- eða jarðvegsframkvæmdir fljótlega. Stjórnvöld verði að halda áfram með þau verkefni sem þegar séu tilbúinn til útboðs, annars sé grundvöllur fyrir rekstri fyrirtækisins í núverandi mynd brostinn að mati forsvarsmanna KNH. Verkalýðsfélagið tekur undir með áhyggjum KNH manna og telur að í því árferði sem nú ríki stöndum nú frammi fyrir dugi ekki að draga úr opinberum framkvæmdum. Það er mat verkalýðsfélagsins að atvinnulífið þurfi á öflugri innspýtingu að halda til að getað haldið uppi öruggari atvinnu. Þá gagnrýnir verkalýðsfélagið stjórnvöld harðlega og segir á heimasíðu félagsins: „Sú ráðstöfun að draga úr opinberum framkvæmdum í kreppu er alveg þveröfugt við það sem þarf að gera. Í kreppu er opinberum aðilum nauðsynlegt að halda úti framkvæmdum. Þannig styðji stjórnvöld við atvinnulíf í landinu sem þegar standi höllum fæti." Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Verktakafyrirtækið KNH á Ísafirði hefur ákveðið að segja upp 60 af 84 starfsmönnum nú um næstu mánaðarmót en þetta kemur fram á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Þar segir að KNH sendi starfsmönnum fyrirtækisins bréf fyrr í vikunni þar sem farið er yfir þá stöðu sem KNH stendur frammi fyrir. Ástæða uppsagnanna er sögð endurskipulagning á fyrirtækinu vegna nýtilkominna stjórnvaldsaðgerða í formi aukinnar skattpíningar og álögur á fyrirtæki ásamt algjöru verkefnafrosti. KNH er stærsta fyrirtækið á Vestfjörðum í vega- og jarðvegsframkvæmdum og byggist starfsemi KNH nánast alfarið á þesskonar framkvæmdum. Á heimasíðu verkalýðsfélagsins segir að á fundi með fulltrúum verkalýðsfélagsins, trúnaðarmanni og framkvæmdarstjóra fyrirtækisins, hafi komi í ljós að fyrirtækið sæi sér þann kost nauðugan að segja upp starfsfólki og fara í endurskipulagningu vegna boðaðra stjórnvaldsaðgerða. Fyrirtækið sjái ekki fram á að geta haldið út óbreyttri starfsemi ef ekki verði farið í frekari vega- eða jarðvegsframkvæmdir fljótlega. Stjórnvöld verði að halda áfram með þau verkefni sem þegar séu tilbúinn til útboðs, annars sé grundvöllur fyrir rekstri fyrirtækisins í núverandi mynd brostinn að mati forsvarsmanna KNH. Verkalýðsfélagið tekur undir með áhyggjum KNH manna og telur að í því árferði sem nú ríki stöndum nú frammi fyrir dugi ekki að draga úr opinberum framkvæmdum. Það er mat verkalýðsfélagsins að atvinnulífið þurfi á öflugri innspýtingu að halda til að getað haldið uppi öruggari atvinnu. Þá gagnrýnir verkalýðsfélagið stjórnvöld harðlega og segir á heimasíðu félagsins: „Sú ráðstöfun að draga úr opinberum framkvæmdum í kreppu er alveg þveröfugt við það sem þarf að gera. Í kreppu er opinberum aðilum nauðsynlegt að halda úti framkvæmdum. Þannig styðji stjórnvöld við atvinnulíf í landinu sem þegar standi höllum fæti."
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira