Innlent

Segir tilboði stjórnarandstöðunnar um að ræða skattamál hafnað

Illugi Gunnarsson.
Illugi Gunnarsson.

Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kvaddi sér hljóðs þegar þing kom aftur saman eftir miðdegishlé klukkan þrjú og bauð fyrir hönd þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar, hliðrun á dagskrá þingsins, þannig að unnt yrði að ræða mikilvæg mál samkvæmt tilkynningu frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

Þar segir að í tilboðinu fólst að gera hlé á umræðum Icesave, taka frumvarp til fjáraukalaga til umræðu klukkan átta í kvöld og ljúka umræðu fyrir miðnætti. Skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar yrðu svo tekin á dagskrá klukkan hálfeitt á miðvikudag, með það fyrir augum að ljúka fyrstu umræðu og senda þau til nefndar klukkan 16 sama dag.

Fjármálaráðherra hafnaði tilboðinu í andsvari og sagði dagskrá þingsins samda í nánu samráði milli sín og forseta þingsins samkvæmt tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×