Innlent

Frestur til að afgreiða Icesave rennur út í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir segir að það sé undir stjórnarandstöðunni komið hversu lengi þeir ræða Icesave. Mynd/ Anton.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir segir að það sé undir stjórnarandstöðunni komið hversu lengi þeir ræða Icesave. Mynd/ Anton.
Frestur Alþingis til þess afgreiða Icesave málið samkvæmt viðaukasamningum sem íslensk stjórnvöld gerðu við Hollendinga og Breta rennur út í dag.

Ljóst er að Icesave frumvarpið verður ekki að lögum í dag. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segir að umræður um það muni standa yfir eitthvað fram á kvöldl. Hún segir það algerlega undir stjórnarandstöðunni komið hvenær þeim umræðum lýkur. Það verði að koma í ljós hvenær stjórnarandstaðan sé reiðubúin til þess að ræða önnur þingmál.

Ásta Ragnheiður sleit þingfundi svo til fyrirvaralaust á laugardagskvöld eftir að umræður um fundarstjórn forseta höfðu staðið yfir í eina og hálfa klukkustund. „Ég hélt að fólk væri komið saman til að ræða dagskrármálið en svo reyndist ekki vera," segir Ásta Ragnheiður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×