Innlent

Kannabisræktandi fyrir dóm

Kannabisræktun
Maðurinn var með yfir hundrað plöntur í húsnæði sínu.
Kannabisræktun Maðurinn var með yfir hundrað plöntur í húsnæði sínu.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært karlmann um fimmtugt fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir kannabisræktun.

Maðurinn var tekinn miðvikudaginn 2. apríl á síðasta ári með 117 kannabisplöntur og 11 kannabisgræðlinga í vörslu sinni. Ræktunina stundaði hann á heimili sínu í Vogum, í vinnuaðstöðu sem sambyggð er húsnæðinu. Efnin vógu vel á annað kíló, eða rúmlega 1.625 grömm.

Auk upptöku efnanna er þess krafist að maðurinn sæti upptöku tækja og tóla, sem hann notaði við ræktun efnanna.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×