Breytingarnar gætu komið verr niður á einstæðum mæðrum 30. nóvember 2009 06:30 Breytingar á fæðingarorlofi sem ríkisstjórnin hefur samþykkt geta komið verr niður á einstæðum mæðrum en sú skerðing sem áður hafði verið fallist á. Félagsmálaráðherra vonast til að vankantar verði sniðnir af í meðförum Alþingis. Áður var áformað að skerða hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði úr 350 þúsundum króna á mánuði í 300 þúsund krónur. Í frumvarpi félagsmálaráðherra á að halda hámarkinu í 350 þúsundum, en fresta töku eins mánaðar af orlofinu í þrjú ár. Í dag fá mæður þrjá mánuði, feður þrjá, og þrír til viðbótar deilast niður á foreldrana samkvæmt þeirra óskum. Verði áformaðar breytingar að lögum munu foreldrar þurfa að fresta einum af sameiginlegu mánuðunum þar til barnið verður þriggja ára. Breytingarnar taka gildi um áramót. Foreldrar geta deilt þeirri upphæð sem þeir fá úr fæðingarorlofssjóði á fleiri mánuði. Hjón og sambúðarfólk sem vilja taka níu mánaða orlof munu að hámarki geta fengið 311.111 krónur á mánuði eigi báðir foreldrar rétt á hámarksgreiðslu. Einstæðar mæður geta tekið sex mánaða orlof, en fá þá aðeins 291.666 krónur að hámarki á mánuði, rúmlega átta þúsund krónum minna en þær hefðu fengið hefðu hámarksgreiðslur verið skertar í 300 þúsund krónur á mánuði. „Þetta þykir mér mikill ágalli á þessari lausn, og ég fer ekki í grafgötur með það að ég hefði frekar kosið hina leiðina," segir Árni Páll Árnason, félags- og tryggingarmálaráðherra. Árni segir mikilvægt að félags- og tryggingarmálanefnd Alþingis leggist yfir frumvarpið og reyni að sníða af því vankanta. "Það þarf að reyna að láta þetta verða eins þokkalegt og hægt er, en gott verður það aldrei," segir Árni Páll. Með breytingunni á að spara 1,2 milljarða króna á ári, sömu upphæð og lækkun hámarksupphæðar í 300 þúsund hefði skilað. Munurinn er sá að frestun orlofsins ýtir kostnaðinum fram um þrjú ár. „Þetta hefur þann kost að foreldrar geta tekið fullt fæðingarorlof," segir Árni Páll. Vonandi geti ríkissjóður staðið undir frestaðri orlofstöku eftir þrjú ár. Þessi leið geti líka verið heppilegri til að viðhalda jafnvægi í fæðingarorlofskerfinu, svo feður hætti einfaldlega ekki að taka orlofið. Árni viðurkennir að ýmsir gallar séu á þeirri hugmynd sem nú hefur orðið ofan á, til dæmis muni hún kalla á aukinn kostnað sveitarfélaga vegna niðurgreiðslna á þjónustu dagforeldra. Ekki hafi verið áætlað hversu mikill sá aukni kostnaður verði. Árni Páll segir að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi í dag og fari væntanlega beint í félags- og tryggingarmálanefnd. - bj Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Breytingar á fæðingarorlofi sem ríkisstjórnin hefur samþykkt geta komið verr niður á einstæðum mæðrum en sú skerðing sem áður hafði verið fallist á. Félagsmálaráðherra vonast til að vankantar verði sniðnir af í meðförum Alþingis. Áður var áformað að skerða hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði úr 350 þúsundum króna á mánuði í 300 þúsund krónur. Í frumvarpi félagsmálaráðherra á að halda hámarkinu í 350 þúsundum, en fresta töku eins mánaðar af orlofinu í þrjú ár. Í dag fá mæður þrjá mánuði, feður þrjá, og þrír til viðbótar deilast niður á foreldrana samkvæmt þeirra óskum. Verði áformaðar breytingar að lögum munu foreldrar þurfa að fresta einum af sameiginlegu mánuðunum þar til barnið verður þriggja ára. Breytingarnar taka gildi um áramót. Foreldrar geta deilt þeirri upphæð sem þeir fá úr fæðingarorlofssjóði á fleiri mánuði. Hjón og sambúðarfólk sem vilja taka níu mánaða orlof munu að hámarki geta fengið 311.111 krónur á mánuði eigi báðir foreldrar rétt á hámarksgreiðslu. Einstæðar mæður geta tekið sex mánaða orlof, en fá þá aðeins 291.666 krónur að hámarki á mánuði, rúmlega átta þúsund krónum minna en þær hefðu fengið hefðu hámarksgreiðslur verið skertar í 300 þúsund krónur á mánuði. „Þetta þykir mér mikill ágalli á þessari lausn, og ég fer ekki í grafgötur með það að ég hefði frekar kosið hina leiðina," segir Árni Páll Árnason, félags- og tryggingarmálaráðherra. Árni segir mikilvægt að félags- og tryggingarmálanefnd Alþingis leggist yfir frumvarpið og reyni að sníða af því vankanta. "Það þarf að reyna að láta þetta verða eins þokkalegt og hægt er, en gott verður það aldrei," segir Árni Páll. Með breytingunni á að spara 1,2 milljarða króna á ári, sömu upphæð og lækkun hámarksupphæðar í 300 þúsund hefði skilað. Munurinn er sá að frestun orlofsins ýtir kostnaðinum fram um þrjú ár. „Þetta hefur þann kost að foreldrar geta tekið fullt fæðingarorlof," segir Árni Páll. Vonandi geti ríkissjóður staðið undir frestaðri orlofstöku eftir þrjú ár. Þessi leið geti líka verið heppilegri til að viðhalda jafnvægi í fæðingarorlofskerfinu, svo feður hætti einfaldlega ekki að taka orlofið. Árni viðurkennir að ýmsir gallar séu á þeirri hugmynd sem nú hefur orðið ofan á, til dæmis muni hún kalla á aukinn kostnað sveitarfélaga vegna niðurgreiðslna á þjónustu dagforeldra. Ekki hafi verið áætlað hversu mikill sá aukni kostnaður verði. Árni Páll segir að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi í dag og fari væntanlega beint í félags- og tryggingarmálanefnd. - bj
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira