Innlent

Fimmtugur kannabisframleiðandi í fangelsi

Kannabisgræðlingur.
Kannabisgræðlingur.

Fimmtugur karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa haft 117 kannabisplöntur og 11 kannabisgræðlinga á heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Maðurinn hefur margsinnis verið dæmdur fyrir fíkniefnabrot. Hann játaði brot sín hinsvegar greiðlega fyrir dómi auk þess sem hann var ekki ákærður fyrir að hafa ætlað að selja og dreifa fíkniefnunum. Með það í huga dæmdi héraðsdómur hann í eins mánaða fangelsi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×