Innlent

Afbrotum fækkar milli ára

Hraðakstursbrot eru bróðurpartur allra umferðarlagabrota. fréttablaðið/vilhelm
Hraðakstursbrot eru bróðurpartur allra umferðarlagabrota. fréttablaðið/vilhelm

Fækkun varð í flestum brotaflokkum í október síðastliðnum miðað við október í fyrra.

Fíkniefnabrotum fækkaði um 30 prósent, þjófnaðarbrotum um 28 prósent, hegningarlagabrotum um átján prósent og innbrotum um ellefu prósent.

Í skýrslu Ríkislögreglustjórans um afbrotatölfræði í október segir á hinn bóginn að hraðakstursbrotum hafi fjölgað mikið. Skýrist það meðal annars af tveimur stafrænum hraðamyndavélum sem settar voru upp á Suðurlandsvegi í Ölfusi og teknar í notkun í byrjun mánaðarins. Skráðu þær tæplega 2.000 hraðakstursbrot.

Í skýrslunni segir að fíkniefnabrot, sem töldust 98 í síðasta mánuði, hafi ekki verið jafn fá í októbermánuði síðustu fimm ár. Flest voru þau 2006; 175 talsins. Þá kemur fram að hraðakstursbrot hafi verið 83 prósent allra umferðarlagabrota í októbermánuði en þau eru að meðaltali 163 á dag.

Þjófnaðarbrotum hefur fækkað þrjá mánuði í röð. - bþs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×