Fótbolti

Edda skoraði sitt þriðja mark fyrir Örebro á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edda Garðarsdóttir er búin að raða inn mörkum hjá Örebro.
Edda Garðarsdóttir er búin að raða inn mörkum hjá Örebro. Mynd/Stefán

Edda Garðarsdóttir er svo sannarlega á skotskónum í sænsku knattspyrnunni en landsliðskonan skoraði annað marka Örebro í 2-0 útisigri á Stattena í sænsku deildinni í dag.

Edda skoraði markið sitt á 54. mínútu og kom þá Örebro í 2-0. Örebro hefur fengið níu stig úr fimm leikjum og á tímabilinu og hefur Edda skorað 3 af 5 mörkum liðsins.

Edda skoraði markið með þrumuskoti fyrir utan vítateig en öll þrjú mörkin sín hefur hún skorað fyrir utan teig þar af eitt þeirra beint úr horni.

Edda og Ólína Guðjörg Viðarsdóttir léku allan leikinn með Örebro og fékk Ólína að líta gula spjaldið á 56. mínútu leiksins.

Margrét Lára Viðarsdóttir var í byrjunarliði Linköping sem vann 4-0 sigur á Piteå á útivelli. Margréti Láru var skipt útaf á 72. mínútu leiksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×