Þéttleikinn enn til staðar 2. maí 2009 03:00 Rokkararnir frá Vestmannaeyjum hafa gefið út sína fyrstu plötu. Rokksveitin Foreign Monkeys frá Vestmannaeyjum sem vann Músíktilraunir 2006 hefur gefið út sína fyrstu plötu. Þétt og kraftmikil spilamennska einkennir plötuna. Sveitin hefur unnið að plötunni í tæp tvö ár og um upptökur sá Magnús Øder sem hefur starfað með Lay Low og Benny Crespo"s Gang. Söngvarinn og gítarleikarinn Gísli Stefánsson segir að Foreign Monkeys hafi þróast mikið síðan hún vann Músíktilraunir. „Þetta er ekkert sama band þótt grunnurinn sem gaf þennan sigur sé enn þá til staðar, þessi þéttleiki. Svo áttum við hitt allt inni,“ segir hann. Nokkrar breytingar hafa orðið á sveitinni síðan hún vann Músíktilraunir. Söngvarinn Bjarki Sigurjónsson hefur sagt skilið við hana auk þess sem gítarleikarinn Leifur var ráðinn til starfa. Í stað þess að fá nýjan söngvara tóku Gísli og bassaleikarinn Bogi við keflinu og syngja öll lögin á nýju plötunni fyrir utan eitt sem Bjarki syngur. Textarnir eru af ýmsum toga og syngja þeir meðal annars um bankarán, hatur sitt á ástarlögum, gaur sem lætur alla vaða yfir sig og apann sem prýðir umslag plötunnar. Lögin sjálf eru sérlega kröftug og minna oft á Queens of the Stone Age. Gísli segir að Músíktilraunirnar hafi komið að góðum notum því bæði fengu þeir í verðlaun hljóðverstíma og utanlandsferð. „Við þurfum eiginlega að nota þennan stimpil til að minna á okkur, þá kveikir fólk. Annars getur þetta verið hvaða band sem er. Við erum líka heppnir því við fengum fínan útgáfusamning,“ segir hann og á þar við Record Records. Fyrsta smáskífulag plötunnar, Love Song, hefur þegar fengið að hljóma á íslenskum útvarpsstöðum og náði m.a. á topp 20 á X-Dominos listanum. Annað lag, Molla, er jafnframt komið í spilun. Bæði sýna þau að þar fer rokksveit sem á tvímælalaust framtíðina fyrir sér.freyr@frettabladid.is Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Rokksveitin Foreign Monkeys frá Vestmannaeyjum sem vann Músíktilraunir 2006 hefur gefið út sína fyrstu plötu. Þétt og kraftmikil spilamennska einkennir plötuna. Sveitin hefur unnið að plötunni í tæp tvö ár og um upptökur sá Magnús Øder sem hefur starfað með Lay Low og Benny Crespo"s Gang. Söngvarinn og gítarleikarinn Gísli Stefánsson segir að Foreign Monkeys hafi þróast mikið síðan hún vann Músíktilraunir. „Þetta er ekkert sama band þótt grunnurinn sem gaf þennan sigur sé enn þá til staðar, þessi þéttleiki. Svo áttum við hitt allt inni,“ segir hann. Nokkrar breytingar hafa orðið á sveitinni síðan hún vann Músíktilraunir. Söngvarinn Bjarki Sigurjónsson hefur sagt skilið við hana auk þess sem gítarleikarinn Leifur var ráðinn til starfa. Í stað þess að fá nýjan söngvara tóku Gísli og bassaleikarinn Bogi við keflinu og syngja öll lögin á nýju plötunni fyrir utan eitt sem Bjarki syngur. Textarnir eru af ýmsum toga og syngja þeir meðal annars um bankarán, hatur sitt á ástarlögum, gaur sem lætur alla vaða yfir sig og apann sem prýðir umslag plötunnar. Lögin sjálf eru sérlega kröftug og minna oft á Queens of the Stone Age. Gísli segir að Músíktilraunirnar hafi komið að góðum notum því bæði fengu þeir í verðlaun hljóðverstíma og utanlandsferð. „Við þurfum eiginlega að nota þennan stimpil til að minna á okkur, þá kveikir fólk. Annars getur þetta verið hvaða band sem er. Við erum líka heppnir því við fengum fínan útgáfusamning,“ segir hann og á þar við Record Records. Fyrsta smáskífulag plötunnar, Love Song, hefur þegar fengið að hljóma á íslenskum útvarpsstöðum og náði m.a. á topp 20 á X-Dominos listanum. Annað lag, Molla, er jafnframt komið í spilun. Bæði sýna þau að þar fer rokksveit sem á tvímælalaust framtíðina fyrir sér.freyr@frettabladid.is
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist