Löglegt en siðlaust misrétti Jóhanna Harðardóttir skrifar 16. október 2012 06:00 Dómur féll í máli Ásatrúarfélagsins gegn ríkinu í nóvember 2006 þar sem fjallað var um greiðslur sambærilegar þeim sem þjóðkirkjan hefur þegið af ríkinu. Skemmst er frá því að segja að Ásatrúarfélagið tapaði því máli, en dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að Jöfnunarsjóður sókna geri upp á milli trúfélaga þótt greiðslur úr sjóðnum séu ákvarðaðar með lögum. Sum sé, löglegt en siðlaust. Ásatrúarfélagið tók ákvörðun um að áfrýja málinu til Mannréttindadómstólsins til að freista þess að ná fram réttlæti, en nú hefur einnig það hálmstrá brugðist þar sem málinu var vísað frá dómi í byrjun október 2012. Alltof lengi hefur Ásatrúarfélagið látið yfir sig ganga mismunun af hálfu hins opinbera og það þegjandi og hljóðalaust. Hér skal skýrt tekið fram að félagið fer aðeins fram á að jafnrétti ríki meðal landsmanna hverrar trúar sem þeir eru, eins og segir til um í stjórnarskrá og mannréttindalögum, en tekur ekki afstöðu gegn öðrum trúfélögum eða greiðslum til þeirra að neinu leyti. Staðreyndir eru ljósar varðandi mismunun á stuðningi við landsmenn eftir því hvar í trúfélög þeir skipa sér. Því verður aldrei á móti mælt að þjóðkirkjan hefur stuðning ríkisvaldsins sem tryggir henni gífurlegar fjárhæðir í gegnum opinbera sjóði og ýmsa styrki. Allar eru þessar greiðslur komnar úr vösum skattborgaranna, þ.m.t. ásatrúarmanna og annarra þegna sem standa utan þjóðkirkjunnar. Og nú kann einhver að draga fram þessi margnotuðu rök; „en þjóðkirkjan ber ábyrgð og skyldur gangvart öllum landsmönnum.“ Svo kann vel að vera, en það gera aðrir líka. Þrátt fyrir að það kunni að koma illa við einhvern lesanda er það engu að síður staðreynd að talsverður hluti landsmanna kærir sig einfaldlega ekki um þjónustu þjóðkirkjunnar rétt eins og hluti landsmanna kærir sig ekki um þjónustu Ásatrúarfélagsins. Á tuttugustu og fyrstu öldinni er kominn tími til að viðurkenna þessa staðreynd og sætta sig við hana.Fjárveitingar ríkisins skipa landsmönnum í flokka Ásatrúarfélagið er það trúfélag sem hefur stækkað langmest undanfarin 10 ár. Það starfar á landsvísu og á miklum skyldum að gegna um dreifðar byggðir landsins. Það hefur óhjákvæmilega í för með sér gífurlegan kostnað sem erfitt er að standa undir þegar einu tekjurnar eru sóknargjöld. Ásatrúarfélagið hefur axlað sína ábyrgð og aldrei skorast undan þjónustu við landsmenn, án tillits til þess hvort viðkomandi er skráður í Ásatrúarfélagið, þjóðkirkjuna eða er utan safnaða. Þetta hefur verið gert með gleði þrátt fyrir að goðar félagsins séu launalausir, undir talsverðu álagi og þiggi aðeins lágmarksgreiðslur fyrir athafnirnar sem þeir framkvæma. Ásatrúarfélagið ber ábyrgð á fornum menningarverðmætum ekki síður en þjóðkirkjan. Því hlutverki hefur félagið sinnt með sóma þrátt fyrir að starfið hafi mestan part verið unnið í sjálfboðavinnu félagsmanna og við erfiðar aðstæður. Það er vissulega erfitt að taka hverju kjaftshögginu á fætur öðru fyrir dómstólum. En þegar barist er fyrir réttlætinu gefst maður ekki upp. Við ásatrúarfólk erum íslenskir ríkisborgarar ekki síður en þeir sem skráðir eru í þjóðkirkjuna, það eru einnig þeir sem standa utan trúfélaga eða eru í öðrum minni söfnuðum. Gleymum því aldrei að fjárveitingar eru stefnumótunartæki. Með því að styrkja einn söfnuð en svelta aðra er ríkisvaldið að taka skýra afstöðu með einni lífsskoðun og gegn annarri og við þær aðstæður ríkir ekki raunverulegt trúfrelsi í landinu. Það er ekki mikið flóknara en svo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Dómur féll í máli Ásatrúarfélagsins gegn ríkinu í nóvember 2006 þar sem fjallað var um greiðslur sambærilegar þeim sem þjóðkirkjan hefur þegið af ríkinu. Skemmst er frá því að segja að Ásatrúarfélagið tapaði því máli, en dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að Jöfnunarsjóður sókna geri upp á milli trúfélaga þótt greiðslur úr sjóðnum séu ákvarðaðar með lögum. Sum sé, löglegt en siðlaust. Ásatrúarfélagið tók ákvörðun um að áfrýja málinu til Mannréttindadómstólsins til að freista þess að ná fram réttlæti, en nú hefur einnig það hálmstrá brugðist þar sem málinu var vísað frá dómi í byrjun október 2012. Alltof lengi hefur Ásatrúarfélagið látið yfir sig ganga mismunun af hálfu hins opinbera og það þegjandi og hljóðalaust. Hér skal skýrt tekið fram að félagið fer aðeins fram á að jafnrétti ríki meðal landsmanna hverrar trúar sem þeir eru, eins og segir til um í stjórnarskrá og mannréttindalögum, en tekur ekki afstöðu gegn öðrum trúfélögum eða greiðslum til þeirra að neinu leyti. Staðreyndir eru ljósar varðandi mismunun á stuðningi við landsmenn eftir því hvar í trúfélög þeir skipa sér. Því verður aldrei á móti mælt að þjóðkirkjan hefur stuðning ríkisvaldsins sem tryggir henni gífurlegar fjárhæðir í gegnum opinbera sjóði og ýmsa styrki. Allar eru þessar greiðslur komnar úr vösum skattborgaranna, þ.m.t. ásatrúarmanna og annarra þegna sem standa utan þjóðkirkjunnar. Og nú kann einhver að draga fram þessi margnotuðu rök; „en þjóðkirkjan ber ábyrgð og skyldur gangvart öllum landsmönnum.“ Svo kann vel að vera, en það gera aðrir líka. Þrátt fyrir að það kunni að koma illa við einhvern lesanda er það engu að síður staðreynd að talsverður hluti landsmanna kærir sig einfaldlega ekki um þjónustu þjóðkirkjunnar rétt eins og hluti landsmanna kærir sig ekki um þjónustu Ásatrúarfélagsins. Á tuttugustu og fyrstu öldinni er kominn tími til að viðurkenna þessa staðreynd og sætta sig við hana.Fjárveitingar ríkisins skipa landsmönnum í flokka Ásatrúarfélagið er það trúfélag sem hefur stækkað langmest undanfarin 10 ár. Það starfar á landsvísu og á miklum skyldum að gegna um dreifðar byggðir landsins. Það hefur óhjákvæmilega í för með sér gífurlegan kostnað sem erfitt er að standa undir þegar einu tekjurnar eru sóknargjöld. Ásatrúarfélagið hefur axlað sína ábyrgð og aldrei skorast undan þjónustu við landsmenn, án tillits til þess hvort viðkomandi er skráður í Ásatrúarfélagið, þjóðkirkjuna eða er utan safnaða. Þetta hefur verið gert með gleði þrátt fyrir að goðar félagsins séu launalausir, undir talsverðu álagi og þiggi aðeins lágmarksgreiðslur fyrir athafnirnar sem þeir framkvæma. Ásatrúarfélagið ber ábyrgð á fornum menningarverðmætum ekki síður en þjóðkirkjan. Því hlutverki hefur félagið sinnt með sóma þrátt fyrir að starfið hafi mestan part verið unnið í sjálfboðavinnu félagsmanna og við erfiðar aðstæður. Það er vissulega erfitt að taka hverju kjaftshögginu á fætur öðru fyrir dómstólum. En þegar barist er fyrir réttlætinu gefst maður ekki upp. Við ásatrúarfólk erum íslenskir ríkisborgarar ekki síður en þeir sem skráðir eru í þjóðkirkjuna, það eru einnig þeir sem standa utan trúfélaga eða eru í öðrum minni söfnuðum. Gleymum því aldrei að fjárveitingar eru stefnumótunartæki. Með því að styrkja einn söfnuð en svelta aðra er ríkisvaldið að taka skýra afstöðu með einni lífsskoðun og gegn annarri og við þær aðstæður ríkir ekki raunverulegt trúfrelsi í landinu. Það er ekki mikið flóknara en svo.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun