Löglegt en siðlaust misrétti Jóhanna Harðardóttir skrifar 16. október 2012 06:00 Dómur féll í máli Ásatrúarfélagsins gegn ríkinu í nóvember 2006 þar sem fjallað var um greiðslur sambærilegar þeim sem þjóðkirkjan hefur þegið af ríkinu. Skemmst er frá því að segja að Ásatrúarfélagið tapaði því máli, en dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að Jöfnunarsjóður sókna geri upp á milli trúfélaga þótt greiðslur úr sjóðnum séu ákvarðaðar með lögum. Sum sé, löglegt en siðlaust. Ásatrúarfélagið tók ákvörðun um að áfrýja málinu til Mannréttindadómstólsins til að freista þess að ná fram réttlæti, en nú hefur einnig það hálmstrá brugðist þar sem málinu var vísað frá dómi í byrjun október 2012. Alltof lengi hefur Ásatrúarfélagið látið yfir sig ganga mismunun af hálfu hins opinbera og það þegjandi og hljóðalaust. Hér skal skýrt tekið fram að félagið fer aðeins fram á að jafnrétti ríki meðal landsmanna hverrar trúar sem þeir eru, eins og segir til um í stjórnarskrá og mannréttindalögum, en tekur ekki afstöðu gegn öðrum trúfélögum eða greiðslum til þeirra að neinu leyti. Staðreyndir eru ljósar varðandi mismunun á stuðningi við landsmenn eftir því hvar í trúfélög þeir skipa sér. Því verður aldrei á móti mælt að þjóðkirkjan hefur stuðning ríkisvaldsins sem tryggir henni gífurlegar fjárhæðir í gegnum opinbera sjóði og ýmsa styrki. Allar eru þessar greiðslur komnar úr vösum skattborgaranna, þ.m.t. ásatrúarmanna og annarra þegna sem standa utan þjóðkirkjunnar. Og nú kann einhver að draga fram þessi margnotuðu rök; „en þjóðkirkjan ber ábyrgð og skyldur gangvart öllum landsmönnum.“ Svo kann vel að vera, en það gera aðrir líka. Þrátt fyrir að það kunni að koma illa við einhvern lesanda er það engu að síður staðreynd að talsverður hluti landsmanna kærir sig einfaldlega ekki um þjónustu þjóðkirkjunnar rétt eins og hluti landsmanna kærir sig ekki um þjónustu Ásatrúarfélagsins. Á tuttugustu og fyrstu öldinni er kominn tími til að viðurkenna þessa staðreynd og sætta sig við hana.Fjárveitingar ríkisins skipa landsmönnum í flokka Ásatrúarfélagið er það trúfélag sem hefur stækkað langmest undanfarin 10 ár. Það starfar á landsvísu og á miklum skyldum að gegna um dreifðar byggðir landsins. Það hefur óhjákvæmilega í för með sér gífurlegan kostnað sem erfitt er að standa undir þegar einu tekjurnar eru sóknargjöld. Ásatrúarfélagið hefur axlað sína ábyrgð og aldrei skorast undan þjónustu við landsmenn, án tillits til þess hvort viðkomandi er skráður í Ásatrúarfélagið, þjóðkirkjuna eða er utan safnaða. Þetta hefur verið gert með gleði þrátt fyrir að goðar félagsins séu launalausir, undir talsverðu álagi og þiggi aðeins lágmarksgreiðslur fyrir athafnirnar sem þeir framkvæma. Ásatrúarfélagið ber ábyrgð á fornum menningarverðmætum ekki síður en þjóðkirkjan. Því hlutverki hefur félagið sinnt með sóma þrátt fyrir að starfið hafi mestan part verið unnið í sjálfboðavinnu félagsmanna og við erfiðar aðstæður. Það er vissulega erfitt að taka hverju kjaftshögginu á fætur öðru fyrir dómstólum. En þegar barist er fyrir réttlætinu gefst maður ekki upp. Við ásatrúarfólk erum íslenskir ríkisborgarar ekki síður en þeir sem skráðir eru í þjóðkirkjuna, það eru einnig þeir sem standa utan trúfélaga eða eru í öðrum minni söfnuðum. Gleymum því aldrei að fjárveitingar eru stefnumótunartæki. Með því að styrkja einn söfnuð en svelta aðra er ríkisvaldið að taka skýra afstöðu með einni lífsskoðun og gegn annarri og við þær aðstæður ríkir ekki raunverulegt trúfrelsi í landinu. Það er ekki mikið flóknara en svo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Sjá meira
Dómur féll í máli Ásatrúarfélagsins gegn ríkinu í nóvember 2006 þar sem fjallað var um greiðslur sambærilegar þeim sem þjóðkirkjan hefur þegið af ríkinu. Skemmst er frá því að segja að Ásatrúarfélagið tapaði því máli, en dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að Jöfnunarsjóður sókna geri upp á milli trúfélaga þótt greiðslur úr sjóðnum séu ákvarðaðar með lögum. Sum sé, löglegt en siðlaust. Ásatrúarfélagið tók ákvörðun um að áfrýja málinu til Mannréttindadómstólsins til að freista þess að ná fram réttlæti, en nú hefur einnig það hálmstrá brugðist þar sem málinu var vísað frá dómi í byrjun október 2012. Alltof lengi hefur Ásatrúarfélagið látið yfir sig ganga mismunun af hálfu hins opinbera og það þegjandi og hljóðalaust. Hér skal skýrt tekið fram að félagið fer aðeins fram á að jafnrétti ríki meðal landsmanna hverrar trúar sem þeir eru, eins og segir til um í stjórnarskrá og mannréttindalögum, en tekur ekki afstöðu gegn öðrum trúfélögum eða greiðslum til þeirra að neinu leyti. Staðreyndir eru ljósar varðandi mismunun á stuðningi við landsmenn eftir því hvar í trúfélög þeir skipa sér. Því verður aldrei á móti mælt að þjóðkirkjan hefur stuðning ríkisvaldsins sem tryggir henni gífurlegar fjárhæðir í gegnum opinbera sjóði og ýmsa styrki. Allar eru þessar greiðslur komnar úr vösum skattborgaranna, þ.m.t. ásatrúarmanna og annarra þegna sem standa utan þjóðkirkjunnar. Og nú kann einhver að draga fram þessi margnotuðu rök; „en þjóðkirkjan ber ábyrgð og skyldur gangvart öllum landsmönnum.“ Svo kann vel að vera, en það gera aðrir líka. Þrátt fyrir að það kunni að koma illa við einhvern lesanda er það engu að síður staðreynd að talsverður hluti landsmanna kærir sig einfaldlega ekki um þjónustu þjóðkirkjunnar rétt eins og hluti landsmanna kærir sig ekki um þjónustu Ásatrúarfélagsins. Á tuttugustu og fyrstu öldinni er kominn tími til að viðurkenna þessa staðreynd og sætta sig við hana.Fjárveitingar ríkisins skipa landsmönnum í flokka Ásatrúarfélagið er það trúfélag sem hefur stækkað langmest undanfarin 10 ár. Það starfar á landsvísu og á miklum skyldum að gegna um dreifðar byggðir landsins. Það hefur óhjákvæmilega í för með sér gífurlegan kostnað sem erfitt er að standa undir þegar einu tekjurnar eru sóknargjöld. Ásatrúarfélagið hefur axlað sína ábyrgð og aldrei skorast undan þjónustu við landsmenn, án tillits til þess hvort viðkomandi er skráður í Ásatrúarfélagið, þjóðkirkjuna eða er utan safnaða. Þetta hefur verið gert með gleði þrátt fyrir að goðar félagsins séu launalausir, undir talsverðu álagi og þiggi aðeins lágmarksgreiðslur fyrir athafnirnar sem þeir framkvæma. Ásatrúarfélagið ber ábyrgð á fornum menningarverðmætum ekki síður en þjóðkirkjan. Því hlutverki hefur félagið sinnt með sóma þrátt fyrir að starfið hafi mestan part verið unnið í sjálfboðavinnu félagsmanna og við erfiðar aðstæður. Það er vissulega erfitt að taka hverju kjaftshögginu á fætur öðru fyrir dómstólum. En þegar barist er fyrir réttlætinu gefst maður ekki upp. Við ásatrúarfólk erum íslenskir ríkisborgarar ekki síður en þeir sem skráðir eru í þjóðkirkjuna, það eru einnig þeir sem standa utan trúfélaga eða eru í öðrum minni söfnuðum. Gleymum því aldrei að fjárveitingar eru stefnumótunartæki. Með því að styrkja einn söfnuð en svelta aðra er ríkisvaldið að taka skýra afstöðu með einni lífsskoðun og gegn annarri og við þær aðstæður ríkir ekki raunverulegt trúfrelsi í landinu. Það er ekki mikið flóknara en svo.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun