Fótbolti

Playboy-dómarinn aftur að störfum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Brasilíski knattspyrnudómarinn Ana Paula Oliviera var sett í bann í heimalandi sínu eftir að nektarmyndir birtust af henni í Playboy. Hún hefur nú hafið störf á nýjan leik.

Oliviera er 29 ára gömul og var aðstoðardómari í neðrideildarleik Sao Jose og Taquaritinga fyrr í mánuðinum eftir 245 daga fjarveru.

Forráðamenn brasilíska knattspyrnusambandsins voru ekki ánægðir með að hún skyldi sitja nakin fyrir í Playboy á síðasta ári. Skömmu áður hafði hún reyndar gert slæm mistök í leik en myndasyrpan auðveldaði málin ekki fyrir henni.

„Ég er mjög ánægð með að vera byrjuð aftur," sagði hún eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×