Lífið

Handgerðar náttuglur og spilandi ský fyrir börnin

Marín Manda skrifar
Silja Kristjánsdóttir með þriðja barn sitt.
Silja Kristjánsdóttir með þriðja barn sitt.
Silja Kristjánsdóttir hannar skemmtilega muni fyrir börnin og sýnir á Handverki og hönnun um helgina. Vörurnar eru fáanlegar í gegnum facebook síðuna, Náttuglur.

„Ég handgeri hverja og eina náttuglu og því eru þær allar einstakar. Að sjálfsögðu passa ég einnig upp á að öll öryggisatriði séu í lagi,“ segir Silja Kristjánsdóttir sem heldur úti Facebook-síðunni Náttuglur.

Innblásturinn fékk hún þegar hún sinnti námi sínu en hún starfar sem textílkennari við Sjálandsskóla í Garðabæ. Silja er þriggja barna móðir og á börn á aldrinum ellefu, sex ára og 4 mánaða. Ævintýrið hófst fyrir alvöru fyrir fjórum árum þegar að Silja fann fyrir auknum áhuga á hönnun sinni og ákvað því að minnka við sig vinnuna í skólanum og sinna áhugamálinu og móðurhlutverkinu af fullum krafti.

Náttuglurnar hafa verið vinsælar en einnig hannar hún ungbarnasamfellur, leikteppi og ský sem hanga eins og óróar með róandi tónlist fyrir börnin. Silja tekur þátt í sýningunni Handverki og hönnun sem fram fer dagana 15-19. maí í Ráðhúsinu í miðborg Reykjavíkur.

Náttuglurnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.