Lífið

Eignaðist dreng í dag

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrrverandi Playboy-kanínan Kendra Wilkinson og eiginmaður hennar, Hank Baskett, eignuðust dreng í dag á Cedars-Sinai-sjúkrahúsinu í Los Angeles. Drengurinn var tekinn með keisaraskurði.

"Mér líður vel og ég er svo hamingjusamur," segir Hank í samtali við tímaritið Us Weekly og bætir við að barnið sé "heilbrigt með tíu fingur og tíu tær."

Þá segir hann að Kendru heilsist vel.

"Henni líður vel og stóð sig frábærlega."

Us Weekly sagði frá því í október á síðasta ári að parið ætti von á öðru barni en fyrir eiga þau Hank IV, fjögurra ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.