Manchester United hefur enn og aftur ítrekað það að Cristiano Ronaldo sé ekki til sölu. Fréttir á Spáni í gær sögðu að United væri tilbúið að ganga til viðræðna við Real Madrid.
Þessu neitar Manchester United og sagði talsmaður félagsins að þessar fréttir í spænsku miðlunum væru í einu orði sagt hlægilegar.