Innlent

Davíð erfir ekki fávitaháttinn við Pál

Jakob Bjarnar skrifar
Félagarnir Páll og Davíð eru á því að Sigrún Magnúsdóttir hafi á réttu að standa í þýðingarmálinu mikla.
Félagarnir Páll og Davíð eru á því að Sigrún Magnúsdóttir hafi á réttu að standa í þýðingarmálinu mikla.
Vísir greindi frá sérkennilegu máli í gær, sem snýr að ásökunum Páls Vilhjálmssonar bloggara á hendur Morgunblaðinu, en hann kallaði blaðamann á mbl fávita. Þetta var vegna þess að á vefnum var greint frá því að ódæðismaðurinn sem felldur var í Kaupmannahöfn væri Dani. Páll sagði það ekki standast því nafn árásarmannsins er Omar Abdel Hamid El-Hussein. Páll baðst svo afsökunar á þessum orðum.

Páll hefur nú árum saman reynst einn helsti og mikilvægasti álitsgjafi Morgunblaðsins og er reglulega vitnað í hann í föstum dálkum blaðsins. Leitt var að því líkum að Davíð Oddsson myndi ekki styðjast við skrif Páls í bráð, í hegningarskyni fyrir dónaskapinn, en svo virðist sem Davíð hafi ekki látið sig svigurmæli Páls í garð blaðamanns síns sig nokkru skipta, því blogg Páls er uppistaða í dálknum Staksteinum.

Páll gerir sér mat úr máli sem hefur verið í fréttum að undanförnu, þar sem Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra fór fram með umdeild ummæli þess efnis að það mætti hagræða ýmsu við þýðingar á reglugerðum frá ESB. Skemmst er frá því að segja að Páll, og Davíð, telja það enga frágangssök nema síður sé. Davíð vitnar í Pál sem segir:

„RÚV kallaði upp á dekk í hádeginu yfirlýstan ESB-sinna, Gauta Kristmannsson prófessor, til að atast í Sigrúnu Magnúsdóttur. Í kjölfarið, eins og eftir pöntun, kemur ályktun frá félögum Gauta. Skemmst er frá því að segja að Sigrún hefur rétt fyrir sér í málinu en prófessorinn og félagarnir rangt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×