Orð Sigrúnar vekja hörð viðbrögð Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 17. febrúar 2015 00:01 Orð Sigrúnar Magnúsdóttur um að hún hefði rætt við starfsfólk umhverfisráðuneytisins um það hvort ekki væri stundum hægt að nota mildari orð í þýðingum á EES-tilskipunum hafa vakið hörð viðbrögð. Bandalag þýðenda og túlka segir umhverfisráðherra vega „að heiðri og fagmennsku þeirra þýðenda sem starfa fyrir Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins, jafnt fastráðinna starfsmanna sem verktaka“. Kveikjan að yfirlýsingunni eru vangaveltur umhverfisráðherra í Fréttablaðinu í gær, um hvort ekki væri hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. „Stjórn Bandalags þýðenda og túlka harmar það vanmat á störfum þýðenda sem kemur fram í orðum ráðherrans og lýsir yfir fullum stuðningi við Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins og starfsfólk hennar,“ segir í yfirlýsingunni.katrín jakobsdóttirKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir erfitt að átta sig á því hvað ráðherra í raun meini. Allt tal um mildara orðalag sé fráleitt. „Þetta er mjög einkennileg sýn á það að vera þátttakandi í því samstarfi. Ef við ætlum að vera þar af heilum huga getum við ekki verið þar vafin inn í bómull. Við verðum að ætlast til þess að þýðingarnar skili efni tilskipananna. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þýðingardeildin fari að setja einhverjar krúsidúllur á textann.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir það eins og hverja aðra fásinnu að ætla sér að milda orðalag þýðinga. „Það er ekki þannig að menn geti leitað að sveigjanleika í þýðingum til að koma sér undan samningsskyldum. Veikleikinn í kerfinu hefur alltaf verið sá að við komum of seint að ákvörðunum til að laga þær að íslenskum þörfum. Eina leiðin til að laga það er að við fáum sæti við borðið með fullri aðild.“birgir ármannssonBirgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, segir mikilvægt að gera greinarmun á tilskipunum og reglugerðum frá ESB. Innleiðing tilskipana gefi oft svigrúm til útfærslu í einstökum ríkjum. „Þetta þýðir auðvitað það að þegar efni tilskipana er fært inn í íslenska löggjöf, geta menn oft varðandi ákveðin atriði valið meira íþyngjandi eða minna íþyngjandi aðferðir.“ Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir óljóst hvað ráðherra eigi við. Reynslan af EES-samstarfinu sé farsæl. „Björt framtíð hefur þó bent á það að betra sé upp á fullveldið og lýðræðið að vera aðilar að ESB, í staðinn fyrir að vera áhrifalausir þiggjendur að tilskipunum og Evrópulöggjöf.“ Tengdar fréttir „Barnaskapur og óskhyggja“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segir umhverfisráðherra í raun leggja til að svindla á innleiðingu tilskipana frá Evrópusambandinu með því að vilja "milda orðalag þeirra“. 16. febrúar 2015 13:26 Þýðendur ósáttir við Sigrúnu: „Vegið að heiðri og fagmennsku “ "Þýðing á tilskipunum, reglugerðum og reyndar öllum texta sem hefur lagalegt gildi er gríðarleg nákvæmnisvinna þar sem frjálsleg túlkun á ekkert erindi.“ 16. febrúar 2015 13:12 Vill milda tilskipanir EES Umhverfisráðherra vill mildara orðalag í þýðingum á Evróputilskipunum. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill endurmeta EES-samstarfið og skoða Schengen-aðild. Vaxandi pirrings gætir hjá Framsóknarflokki. 16. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Bandalag þýðenda og túlka segir umhverfisráðherra vega „að heiðri og fagmennsku þeirra þýðenda sem starfa fyrir Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins, jafnt fastráðinna starfsmanna sem verktaka“. Kveikjan að yfirlýsingunni eru vangaveltur umhverfisráðherra í Fréttablaðinu í gær, um hvort ekki væri hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. „Stjórn Bandalags þýðenda og túlka harmar það vanmat á störfum þýðenda sem kemur fram í orðum ráðherrans og lýsir yfir fullum stuðningi við Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins og starfsfólk hennar,“ segir í yfirlýsingunni.katrín jakobsdóttirKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir erfitt að átta sig á því hvað ráðherra í raun meini. Allt tal um mildara orðalag sé fráleitt. „Þetta er mjög einkennileg sýn á það að vera þátttakandi í því samstarfi. Ef við ætlum að vera þar af heilum huga getum við ekki verið þar vafin inn í bómull. Við verðum að ætlast til þess að þýðingarnar skili efni tilskipananna. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þýðingardeildin fari að setja einhverjar krúsidúllur á textann.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir það eins og hverja aðra fásinnu að ætla sér að milda orðalag þýðinga. „Það er ekki þannig að menn geti leitað að sveigjanleika í þýðingum til að koma sér undan samningsskyldum. Veikleikinn í kerfinu hefur alltaf verið sá að við komum of seint að ákvörðunum til að laga þær að íslenskum þörfum. Eina leiðin til að laga það er að við fáum sæti við borðið með fullri aðild.“birgir ármannssonBirgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, segir mikilvægt að gera greinarmun á tilskipunum og reglugerðum frá ESB. Innleiðing tilskipana gefi oft svigrúm til útfærslu í einstökum ríkjum. „Þetta þýðir auðvitað það að þegar efni tilskipana er fært inn í íslenska löggjöf, geta menn oft varðandi ákveðin atriði valið meira íþyngjandi eða minna íþyngjandi aðferðir.“ Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir óljóst hvað ráðherra eigi við. Reynslan af EES-samstarfinu sé farsæl. „Björt framtíð hefur þó bent á það að betra sé upp á fullveldið og lýðræðið að vera aðilar að ESB, í staðinn fyrir að vera áhrifalausir þiggjendur að tilskipunum og Evrópulöggjöf.“
Tengdar fréttir „Barnaskapur og óskhyggja“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segir umhverfisráðherra í raun leggja til að svindla á innleiðingu tilskipana frá Evrópusambandinu með því að vilja "milda orðalag þeirra“. 16. febrúar 2015 13:26 Þýðendur ósáttir við Sigrúnu: „Vegið að heiðri og fagmennsku “ "Þýðing á tilskipunum, reglugerðum og reyndar öllum texta sem hefur lagalegt gildi er gríðarleg nákvæmnisvinna þar sem frjálsleg túlkun á ekkert erindi.“ 16. febrúar 2015 13:12 Vill milda tilskipanir EES Umhverfisráðherra vill mildara orðalag í þýðingum á Evróputilskipunum. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill endurmeta EES-samstarfið og skoða Schengen-aðild. Vaxandi pirrings gætir hjá Framsóknarflokki. 16. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
„Barnaskapur og óskhyggja“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segir umhverfisráðherra í raun leggja til að svindla á innleiðingu tilskipana frá Evrópusambandinu með því að vilja "milda orðalag þeirra“. 16. febrúar 2015 13:26
Þýðendur ósáttir við Sigrúnu: „Vegið að heiðri og fagmennsku “ "Þýðing á tilskipunum, reglugerðum og reyndar öllum texta sem hefur lagalegt gildi er gríðarleg nákvæmnisvinna þar sem frjálsleg túlkun á ekkert erindi.“ 16. febrúar 2015 13:12
Vill milda tilskipanir EES Umhverfisráðherra vill mildara orðalag í þýðingum á Evróputilskipunum. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill endurmeta EES-samstarfið og skoða Schengen-aðild. Vaxandi pirrings gætir hjá Framsóknarflokki. 16. febrúar 2015 08:00