„Barnaskapur og óskhyggja“ Hjörtur Hjartarson skrifar 16. febrúar 2015 13:26 Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Það er bæði óraunsætt og barnalegt af umhverfisráðherra að halda því fram að hægt sé að milda orðalag við þýðingu Evróputilskipana svo þær henti Íslendingum betur, segir fyrrverandi utanríkisráðherra. Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og umhverfisráðherra segir í Fréttablaðinu í morgun að reglugerðafarganið sem berist í gegnum EES hafi lengi verið eitur í beinum Framsóknarmanna og annarra. Til að stemma stigu við áhrifum tilskipananna íhugar Sigrún hvort ekki sé hægt að milda orðalagið þeirra þegar þær eru þýddar yfir á íslensku. „Þetta er bara óraunsæi og barnaskapur að halda að það sé hægt að svindla á innleiðingu tilskipanna með því að taka upp einhverskonar diet gerð af þeim í gegnum einhverjar sérpantaðar Framsóknar-þýðingar,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra. „Þetta eru þýðingar sem eru mjög nákvæmar og það er stuðst við tilskipanir á mörgum tungumálum til að ná hinum rétta kjarna. Það mun enginn stjórnmálamaður og enginn þýðandi með virðingu fyrir sjálfum sér taka þátt í svona plati sem er þar að auki ólögmætt.“ Sigrún segist hafa rætt þessa hugmynd sína í umhverfisráðuneytinu. Regluverk EES sé oft á tíðum íþyngjandi og hugsanlega megi bæta úr því með betri og réttari þýðingu.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra„Mér finnst hún vera að ganga miklu lengra. Hún er að hugsa upphátt hvort það sé möguleiki á að Íslendingar geti í reynd falsað innleiðingu þessara tilskipana með því að taka upp sérpantaðar Framsóknarþýðingar sem, þegar upp er staðið, hentar einhverjum þörfum, til dæmis Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfisráðherra en kann um leið að ganga á rétt annarra, til dæmis umhverfissinna eða neytenda. Við getum ekkert bara notið fríðindanna en hinsvegar smokrað okkur undan skyldunum. Þannig er ekki pólitík og ekki lífið,“ segir Össur og bætir við að ef tillaga Sigrúnar verður að veruleika megi án efa búast við viðbrögðum frá Evrópusambandinu. „Ég held að þau verði mjög hörð. Það er farið mjög nákvæmlega yfir svona hluti og ef í ljós kemur að til dæmis ef réttur einhvers er brotinn með því að tilskipanir eru innleiddar með röngum hætti vegna þess að það eru einhverjar sérpantaðar þýðingar á hinum upphaflega texta, þá yrðu við því mjög hörð viðurlög. Auðvitað er þetta tómt mál að tala um. Þetta er hrein óskhyggja og barnaskapur. Það er ekki hægt að gera þetta með þessum hætti, það er ólöglegt,“ segir Össur Skarphéðinsson. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Það er bæði óraunsætt og barnalegt af umhverfisráðherra að halda því fram að hægt sé að milda orðalag við þýðingu Evróputilskipana svo þær henti Íslendingum betur, segir fyrrverandi utanríkisráðherra. Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og umhverfisráðherra segir í Fréttablaðinu í morgun að reglugerðafarganið sem berist í gegnum EES hafi lengi verið eitur í beinum Framsóknarmanna og annarra. Til að stemma stigu við áhrifum tilskipananna íhugar Sigrún hvort ekki sé hægt að milda orðalagið þeirra þegar þær eru þýddar yfir á íslensku. „Þetta er bara óraunsæi og barnaskapur að halda að það sé hægt að svindla á innleiðingu tilskipanna með því að taka upp einhverskonar diet gerð af þeim í gegnum einhverjar sérpantaðar Framsóknar-þýðingar,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra. „Þetta eru þýðingar sem eru mjög nákvæmar og það er stuðst við tilskipanir á mörgum tungumálum til að ná hinum rétta kjarna. Það mun enginn stjórnmálamaður og enginn þýðandi með virðingu fyrir sjálfum sér taka þátt í svona plati sem er þar að auki ólögmætt.“ Sigrún segist hafa rætt þessa hugmynd sína í umhverfisráðuneytinu. Regluverk EES sé oft á tíðum íþyngjandi og hugsanlega megi bæta úr því með betri og réttari þýðingu.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra„Mér finnst hún vera að ganga miklu lengra. Hún er að hugsa upphátt hvort það sé möguleiki á að Íslendingar geti í reynd falsað innleiðingu þessara tilskipana með því að taka upp sérpantaðar Framsóknarþýðingar sem, þegar upp er staðið, hentar einhverjum þörfum, til dæmis Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfisráðherra en kann um leið að ganga á rétt annarra, til dæmis umhverfissinna eða neytenda. Við getum ekkert bara notið fríðindanna en hinsvegar smokrað okkur undan skyldunum. Þannig er ekki pólitík og ekki lífið,“ segir Össur og bætir við að ef tillaga Sigrúnar verður að veruleika megi án efa búast við viðbrögðum frá Evrópusambandinu. „Ég held að þau verði mjög hörð. Það er farið mjög nákvæmlega yfir svona hluti og ef í ljós kemur að til dæmis ef réttur einhvers er brotinn með því að tilskipanir eru innleiddar með röngum hætti vegna þess að það eru einhverjar sérpantaðar þýðingar á hinum upphaflega texta, þá yrðu við því mjög hörð viðurlög. Auðvitað er þetta tómt mál að tala um. Þetta er hrein óskhyggja og barnaskapur. Það er ekki hægt að gera þetta með þessum hætti, það er ólöglegt,“ segir Össur Skarphéðinsson.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira