„Barnaskapur og óskhyggja“ Hjörtur Hjartarson skrifar 16. febrúar 2015 13:26 Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Það er bæði óraunsætt og barnalegt af umhverfisráðherra að halda því fram að hægt sé að milda orðalag við þýðingu Evróputilskipana svo þær henti Íslendingum betur, segir fyrrverandi utanríkisráðherra. Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og umhverfisráðherra segir í Fréttablaðinu í morgun að reglugerðafarganið sem berist í gegnum EES hafi lengi verið eitur í beinum Framsóknarmanna og annarra. Til að stemma stigu við áhrifum tilskipananna íhugar Sigrún hvort ekki sé hægt að milda orðalagið þeirra þegar þær eru þýddar yfir á íslensku. „Þetta er bara óraunsæi og barnaskapur að halda að það sé hægt að svindla á innleiðingu tilskipanna með því að taka upp einhverskonar diet gerð af þeim í gegnum einhverjar sérpantaðar Framsóknar-þýðingar,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra. „Þetta eru þýðingar sem eru mjög nákvæmar og það er stuðst við tilskipanir á mörgum tungumálum til að ná hinum rétta kjarna. Það mun enginn stjórnmálamaður og enginn þýðandi með virðingu fyrir sjálfum sér taka þátt í svona plati sem er þar að auki ólögmætt.“ Sigrún segist hafa rætt þessa hugmynd sína í umhverfisráðuneytinu. Regluverk EES sé oft á tíðum íþyngjandi og hugsanlega megi bæta úr því með betri og réttari þýðingu.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra„Mér finnst hún vera að ganga miklu lengra. Hún er að hugsa upphátt hvort það sé möguleiki á að Íslendingar geti í reynd falsað innleiðingu þessara tilskipana með því að taka upp sérpantaðar Framsóknarþýðingar sem, þegar upp er staðið, hentar einhverjum þörfum, til dæmis Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfisráðherra en kann um leið að ganga á rétt annarra, til dæmis umhverfissinna eða neytenda. Við getum ekkert bara notið fríðindanna en hinsvegar smokrað okkur undan skyldunum. Þannig er ekki pólitík og ekki lífið,“ segir Össur og bætir við að ef tillaga Sigrúnar verður að veruleika megi án efa búast við viðbrögðum frá Evrópusambandinu. „Ég held að þau verði mjög hörð. Það er farið mjög nákvæmlega yfir svona hluti og ef í ljós kemur að til dæmis ef réttur einhvers er brotinn með því að tilskipanir eru innleiddar með röngum hætti vegna þess að það eru einhverjar sérpantaðar þýðingar á hinum upphaflega texta, þá yrðu við því mjög hörð viðurlög. Auðvitað er þetta tómt mál að tala um. Þetta er hrein óskhyggja og barnaskapur. Það er ekki hægt að gera þetta með þessum hætti, það er ólöglegt,“ segir Össur Skarphéðinsson. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Það er bæði óraunsætt og barnalegt af umhverfisráðherra að halda því fram að hægt sé að milda orðalag við þýðingu Evróputilskipana svo þær henti Íslendingum betur, segir fyrrverandi utanríkisráðherra. Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og umhverfisráðherra segir í Fréttablaðinu í morgun að reglugerðafarganið sem berist í gegnum EES hafi lengi verið eitur í beinum Framsóknarmanna og annarra. Til að stemma stigu við áhrifum tilskipananna íhugar Sigrún hvort ekki sé hægt að milda orðalagið þeirra þegar þær eru þýddar yfir á íslensku. „Þetta er bara óraunsæi og barnaskapur að halda að það sé hægt að svindla á innleiðingu tilskipanna með því að taka upp einhverskonar diet gerð af þeim í gegnum einhverjar sérpantaðar Framsóknar-þýðingar,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra. „Þetta eru þýðingar sem eru mjög nákvæmar og það er stuðst við tilskipanir á mörgum tungumálum til að ná hinum rétta kjarna. Það mun enginn stjórnmálamaður og enginn þýðandi með virðingu fyrir sjálfum sér taka þátt í svona plati sem er þar að auki ólögmætt.“ Sigrún segist hafa rætt þessa hugmynd sína í umhverfisráðuneytinu. Regluverk EES sé oft á tíðum íþyngjandi og hugsanlega megi bæta úr því með betri og réttari þýðingu.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra„Mér finnst hún vera að ganga miklu lengra. Hún er að hugsa upphátt hvort það sé möguleiki á að Íslendingar geti í reynd falsað innleiðingu þessara tilskipana með því að taka upp sérpantaðar Framsóknarþýðingar sem, þegar upp er staðið, hentar einhverjum þörfum, til dæmis Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfisráðherra en kann um leið að ganga á rétt annarra, til dæmis umhverfissinna eða neytenda. Við getum ekkert bara notið fríðindanna en hinsvegar smokrað okkur undan skyldunum. Þannig er ekki pólitík og ekki lífið,“ segir Össur og bætir við að ef tillaga Sigrúnar verður að veruleika megi án efa búast við viðbrögðum frá Evrópusambandinu. „Ég held að þau verði mjög hörð. Það er farið mjög nákvæmlega yfir svona hluti og ef í ljós kemur að til dæmis ef réttur einhvers er brotinn með því að tilskipanir eru innleiddar með röngum hætti vegna þess að það eru einhverjar sérpantaðar þýðingar á hinum upphaflega texta, þá yrðu við því mjög hörð viðurlög. Auðvitað er þetta tómt mál að tala um. Þetta er hrein óskhyggja og barnaskapur. Það er ekki hægt að gera þetta með þessum hætti, það er ólöglegt,“ segir Össur Skarphéðinsson.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira