Þýðendur ósáttir við Sigrúnu: „Vegið að heiðri og fagmennsku “ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2015 13:12 "Ég hef líka rætt það niðri í ráðuneyti, eftir að ég kom, að ég hefði ígrundað þetta með sjálfri mér, hvort við tækjum ekki réttu íslensku orðin inn oft og tíðum,“ segir Sigrún. Vísir/Vilhelm Stjórn Bandalags þýðenda og túlka furðar sig á ummælum Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra í Fréttablaðinu í dag. Sigrún segir að reglugerðafarganið sem berist í gegnum EES hafi lengi verið eitur í beinum framsóknarmanna og annarra. Hún hafi velt því upp hvort ekki sé hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. „Ég hef líka rætt það niðri í ráðuneyti, eftir að ég kom, að ég hefði ígrundað þetta með sjálfri mér, hvort við tækjum ekki réttu íslensku orðin inn oft og tíðum.“ Þýðendur segja að með ummælum ráðherra sé „vegið að heiðri og fagmennsku þeirra þýðenda sem starfa fyrir Þýðingamiðstöð Utanríkisráðuneytisins, jafnt fastráðinna starfsmanna sem verktaka.“Eiga heiður en ekki hnút frá ráðherra skilið Stjórn ÞOT bendir á að hugtakanotkun og málfar í EES-gerðum byggist ekki á geðþóttaákvörðunum þýðanda eða annarra hverju sinni heldur hugtakagrunni sem hefur verið byggður upp af miklum metnaði í nokkra áratugi og kostað þrotlausa vinnu. „Þýðing á tilskipunum, reglugerðum og reyndar öllum texta sem hefur lagalegt gildi er gríðarleg nákvæmnisvinna þar sem frjálsleg túlkun á ekkert erindi.“ Þá kemur fram í tilkynningu frá ÞOT að gæðaeftirlit Þýðingamiðstöðvarinnar sé rómað og þeir þýðendur sem hafi sérhæft sig í þessum vandasömu þýðingum eigi heiður skilið en ekki hnútur frá ráðherra í ríkisstjórn Íslands. „Stjórn Bandalags þýðenda og túlka harmar það vanmat á störfum þýðenda sem kemur fram í orðum ráðherrans og lýsir yfir fullum stuðningi við Þýðingamiðstöð Utanríkisráðuneytisins og starfsfólk hennar.“ Tengdar fréttir Vill milda tilskipanir EES Umhverfisráðherra vill mildara orðalag í þýðingum á Evróputilskipunum. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill endurmeta EES-samstarfið og skoða Schengen-aðild. Vaxandi pirrings gætir hjá Framsóknarflokki. 16. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Stjórn Bandalags þýðenda og túlka furðar sig á ummælum Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra í Fréttablaðinu í dag. Sigrún segir að reglugerðafarganið sem berist í gegnum EES hafi lengi verið eitur í beinum framsóknarmanna og annarra. Hún hafi velt því upp hvort ekki sé hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. „Ég hef líka rætt það niðri í ráðuneyti, eftir að ég kom, að ég hefði ígrundað þetta með sjálfri mér, hvort við tækjum ekki réttu íslensku orðin inn oft og tíðum.“ Þýðendur segja að með ummælum ráðherra sé „vegið að heiðri og fagmennsku þeirra þýðenda sem starfa fyrir Þýðingamiðstöð Utanríkisráðuneytisins, jafnt fastráðinna starfsmanna sem verktaka.“Eiga heiður en ekki hnút frá ráðherra skilið Stjórn ÞOT bendir á að hugtakanotkun og málfar í EES-gerðum byggist ekki á geðþóttaákvörðunum þýðanda eða annarra hverju sinni heldur hugtakagrunni sem hefur verið byggður upp af miklum metnaði í nokkra áratugi og kostað þrotlausa vinnu. „Þýðing á tilskipunum, reglugerðum og reyndar öllum texta sem hefur lagalegt gildi er gríðarleg nákvæmnisvinna þar sem frjálsleg túlkun á ekkert erindi.“ Þá kemur fram í tilkynningu frá ÞOT að gæðaeftirlit Þýðingamiðstöðvarinnar sé rómað og þeir þýðendur sem hafi sérhæft sig í þessum vandasömu þýðingum eigi heiður skilið en ekki hnútur frá ráðherra í ríkisstjórn Íslands. „Stjórn Bandalags þýðenda og túlka harmar það vanmat á störfum þýðenda sem kemur fram í orðum ráðherrans og lýsir yfir fullum stuðningi við Þýðingamiðstöð Utanríkisráðuneytisins og starfsfólk hennar.“
Tengdar fréttir Vill milda tilskipanir EES Umhverfisráðherra vill mildara orðalag í þýðingum á Evróputilskipunum. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill endurmeta EES-samstarfið og skoða Schengen-aðild. Vaxandi pirrings gætir hjá Framsóknarflokki. 16. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Vill milda tilskipanir EES Umhverfisráðherra vill mildara orðalag í þýðingum á Evróputilskipunum. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill endurmeta EES-samstarfið og skoða Schengen-aðild. Vaxandi pirrings gætir hjá Framsóknarflokki. 16. febrúar 2015 08:00