Ásmundur um tjáningarfrelsið: Fótum troðið og aðeins fyrir útvalda Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2015 14:13 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA „Enn gerast hræðilegir atburðir í okkar nágrannalöndum. Í gær komu þúsundir Dana saman í Kaupmannahöfn til að mótmæla drápum á saklausum borgurum um síðustu helgi. Fulltrúar Íslands voru þar mættir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi á öðrum tímanum í dag. Í máli sínu undir liðnum störf þingsins, fjallaði Ásmundur um umræðuna um forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi. Hann sagði umræðuna í nágrannalöndum okkar vera opna, en að hér ætti hún sér ekki stað og þeir sem reyndu að koma henni af stað væru „skotnir niður og ataðir auri“. „Um síðustu helgi voru saklausir borgarar og lögregluþjónar særðir í árásum í Kaupmannahöfn. Okkar gömlu höfuðborg Þar sem hundruð Íslendinga ganga um á hverjum degi. Með morðunum var verið að mótmæla gildum frelsis og laga og nú lýsa trúbræður morðingjans yfir stuðningi við hann,“ sagði Ásmundur. „Í nágrannalöndum okkar er opin umræða um þá hættu sem steðjar að hinum frjálsa heimi og þjóðfélögum vegna fjölgunar á árásum einstaklinga og hvers konar öfgahópa.“ Hann sagði enga slíka umræðu eiga sér stað hér á landi og spurningin væri hve lengi við ætluðum að skila auðu í umræðunni um öryggi íbúanna. „Hér hafast menn öðruvísi að. Þeim sem vekja athygli á hættunni er steðjar að nágrönnum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni sem aldrei kemst á það stig að ræða um málefnið,“ sagði Ásmundur. „Virðulegi forseti. Tjáningarfrelsið er fótum troðið, en það virðist oft og tíðum aðeins vera fyrir útvalda.“ Ásmundur þakkaði Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra fyrir að hefja umræðuna um hvort að taka eigi upp forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi. „Tökum umræðuna í samfélaginu um þá ógn sem að steðjar að nágrannalöndum okkar en við getum ekki tekið áhættu á að hún berist ekki hingað.“ Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
„Enn gerast hræðilegir atburðir í okkar nágrannalöndum. Í gær komu þúsundir Dana saman í Kaupmannahöfn til að mótmæla drápum á saklausum borgurum um síðustu helgi. Fulltrúar Íslands voru þar mættir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi á öðrum tímanum í dag. Í máli sínu undir liðnum störf þingsins, fjallaði Ásmundur um umræðuna um forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi. Hann sagði umræðuna í nágrannalöndum okkar vera opna, en að hér ætti hún sér ekki stað og þeir sem reyndu að koma henni af stað væru „skotnir niður og ataðir auri“. „Um síðustu helgi voru saklausir borgarar og lögregluþjónar særðir í árásum í Kaupmannahöfn. Okkar gömlu höfuðborg Þar sem hundruð Íslendinga ganga um á hverjum degi. Með morðunum var verið að mótmæla gildum frelsis og laga og nú lýsa trúbræður morðingjans yfir stuðningi við hann,“ sagði Ásmundur. „Í nágrannalöndum okkar er opin umræða um þá hættu sem steðjar að hinum frjálsa heimi og þjóðfélögum vegna fjölgunar á árásum einstaklinga og hvers konar öfgahópa.“ Hann sagði enga slíka umræðu eiga sér stað hér á landi og spurningin væri hve lengi við ætluðum að skila auðu í umræðunni um öryggi íbúanna. „Hér hafast menn öðruvísi að. Þeim sem vekja athygli á hættunni er steðjar að nágrönnum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni sem aldrei kemst á það stig að ræða um málefnið,“ sagði Ásmundur. „Virðulegi forseti. Tjáningarfrelsið er fótum troðið, en það virðist oft og tíðum aðeins vera fyrir útvalda.“ Ásmundur þakkaði Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra fyrir að hefja umræðuna um hvort að taka eigi upp forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi. „Tökum umræðuna í samfélaginu um þá ógn sem að steðjar að nágrannalöndum okkar en við getum ekki tekið áhættu á að hún berist ekki hingað.“
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira