Ásmundur um tjáningarfrelsið: Fótum troðið og aðeins fyrir útvalda Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2015 14:13 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA „Enn gerast hræðilegir atburðir í okkar nágrannalöndum. Í gær komu þúsundir Dana saman í Kaupmannahöfn til að mótmæla drápum á saklausum borgurum um síðustu helgi. Fulltrúar Íslands voru þar mættir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi á öðrum tímanum í dag. Í máli sínu undir liðnum störf þingsins, fjallaði Ásmundur um umræðuna um forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi. Hann sagði umræðuna í nágrannalöndum okkar vera opna, en að hér ætti hún sér ekki stað og þeir sem reyndu að koma henni af stað væru „skotnir niður og ataðir auri“. „Um síðustu helgi voru saklausir borgarar og lögregluþjónar særðir í árásum í Kaupmannahöfn. Okkar gömlu höfuðborg Þar sem hundruð Íslendinga ganga um á hverjum degi. Með morðunum var verið að mótmæla gildum frelsis og laga og nú lýsa trúbræður morðingjans yfir stuðningi við hann,“ sagði Ásmundur. „Í nágrannalöndum okkar er opin umræða um þá hættu sem steðjar að hinum frjálsa heimi og þjóðfélögum vegna fjölgunar á árásum einstaklinga og hvers konar öfgahópa.“ Hann sagði enga slíka umræðu eiga sér stað hér á landi og spurningin væri hve lengi við ætluðum að skila auðu í umræðunni um öryggi íbúanna. „Hér hafast menn öðruvísi að. Þeim sem vekja athygli á hættunni er steðjar að nágrönnum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni sem aldrei kemst á það stig að ræða um málefnið,“ sagði Ásmundur. „Virðulegi forseti. Tjáningarfrelsið er fótum troðið, en það virðist oft og tíðum aðeins vera fyrir útvalda.“ Ásmundur þakkaði Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra fyrir að hefja umræðuna um hvort að taka eigi upp forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi. „Tökum umræðuna í samfélaginu um þá ógn sem að steðjar að nágrannalöndum okkar en við getum ekki tekið áhættu á að hún berist ekki hingað.“ Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Enn gerast hræðilegir atburðir í okkar nágrannalöndum. Í gær komu þúsundir Dana saman í Kaupmannahöfn til að mótmæla drápum á saklausum borgurum um síðustu helgi. Fulltrúar Íslands voru þar mættir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi á öðrum tímanum í dag. Í máli sínu undir liðnum störf þingsins, fjallaði Ásmundur um umræðuna um forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi. Hann sagði umræðuna í nágrannalöndum okkar vera opna, en að hér ætti hún sér ekki stað og þeir sem reyndu að koma henni af stað væru „skotnir niður og ataðir auri“. „Um síðustu helgi voru saklausir borgarar og lögregluþjónar særðir í árásum í Kaupmannahöfn. Okkar gömlu höfuðborg Þar sem hundruð Íslendinga ganga um á hverjum degi. Með morðunum var verið að mótmæla gildum frelsis og laga og nú lýsa trúbræður morðingjans yfir stuðningi við hann,“ sagði Ásmundur. „Í nágrannalöndum okkar er opin umræða um þá hættu sem steðjar að hinum frjálsa heimi og þjóðfélögum vegna fjölgunar á árásum einstaklinga og hvers konar öfgahópa.“ Hann sagði enga slíka umræðu eiga sér stað hér á landi og spurningin væri hve lengi við ætluðum að skila auðu í umræðunni um öryggi íbúanna. „Hér hafast menn öðruvísi að. Þeim sem vekja athygli á hættunni er steðjar að nágrönnum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni sem aldrei kemst á það stig að ræða um málefnið,“ sagði Ásmundur. „Virðulegi forseti. Tjáningarfrelsið er fótum troðið, en það virðist oft og tíðum aðeins vera fyrir útvalda.“ Ásmundur þakkaði Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra fyrir að hefja umræðuna um hvort að taka eigi upp forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi. „Tökum umræðuna í samfélaginu um þá ógn sem að steðjar að nágrannalöndum okkar en við getum ekki tekið áhættu á að hún berist ekki hingað.“
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira