Héldust í hendur og sökuð um athyglissýki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. ágúst 2016 10:30 Hér koma systurnar í mark. Vísir/Getty Þýsku hlaupararnir Anna og Lisa Hahner, sem eru tvíburar, héldust í hendur þegar þær komu í mark í maraþonhlaupi kvenna á Ólympíuleikunum á sunnudag. Atvikið hefur vakið athygli víða. Mörgum þótti Ólympíuandinn vera í fyrirrúmi en forráðamenn þýska frjálsíþróttasambandsins voru ekki hrifnir. Sjálfar sögðu systurnar að þetta hefði ekki verið undirbúið. Þær höfðu ekki hlaupið hlið við hlið allt hlaupið en 300 metrum áður en kom að marklínunni sá Anna að hún var komin upp að hlið systur sinnar. „Þetta var yndisleg stund og töfrum líkast að við gætum klárað maraþonið saman. Við vorum ekki að pæla í hvað við vorum að gera,“ sagði Anna. „Við höfum æft saman fyrir þetta hlaup í fjögur ár. Við vorum ekki ánægðar með tímann eða í hvaða sæti við lentum en við vorum ánægðir með að hafa lagt okkur allar fram,“ sagði hún enn fremur en systurnar lentu í 81. og 82. sæti í hlaupinu.„Sigrar og verðlaunapeningar eiga ekki að vera einu markmið íþróttamanna á Ólympíuleikum,“ sagði Thomas Kurschilgen, íþróttastjóri þýska frjálsíþróttasambandsins, í tölvupósti sem hann sendi vegna málsins. „Hver einasti keppandi á að gera sitt allra besta og stefna að bestu mögulegu niðurstöðunni,“ sagði hann enn fremur og sakaði tvíburana um að fara með maraþonkeppni á Ólympíuleikum eins og skemmtiskokk. „Markmið þeirra var að ná sér í athygli fjölmiðla. Það er það sem við gagnrýnum.“ Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Brjálaðist og grét er lyfta var dæmd ógild | Myndir Íranski lyftingakappinn Behdad Salimikordasiabi gerði allt vitlaust og þurfti að kalla til öryggisgæslu er lyfta hjá honum var dæmd ógild. 17. ágúst 2016 23:00 Nýjasta hlaupastjarna Jamaíka náði því sem engin hefur gert á ÓL í 28 ár Elaine Thompson frá Jamaíka fylgdi á eftir sigri sínum í 100 metra hlaupi kvenna með því að vinna einnig 200 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 18. ágúst 2016 02:07 Elda veislumáltíðir fyrir hina fátæku í Ríó úr ólympíuafgöngum Eigandi besta veitingastaðar í heiminum er mættur til Ríó og eldar veislumáltíðir fyrir hina fátæku úr matarafgöngum. 17. ágúst 2016 11:29 Bolt og De Grasse brostu til hvors annars en Gatlin komst ekki úrslit Jamaíkamaðurinn Usain Bolt komst í nótt einu skrefi nær því að vinna 200 metra hlaup karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð þegar hann vann undanúrslitin í 200 metra hlaupinu á Ólympíuleikvanginum í Ríó. 18. ágúst 2016 01:54 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Sjá meira
Þýsku hlaupararnir Anna og Lisa Hahner, sem eru tvíburar, héldust í hendur þegar þær komu í mark í maraþonhlaupi kvenna á Ólympíuleikunum á sunnudag. Atvikið hefur vakið athygli víða. Mörgum þótti Ólympíuandinn vera í fyrirrúmi en forráðamenn þýska frjálsíþróttasambandsins voru ekki hrifnir. Sjálfar sögðu systurnar að þetta hefði ekki verið undirbúið. Þær höfðu ekki hlaupið hlið við hlið allt hlaupið en 300 metrum áður en kom að marklínunni sá Anna að hún var komin upp að hlið systur sinnar. „Þetta var yndisleg stund og töfrum líkast að við gætum klárað maraþonið saman. Við vorum ekki að pæla í hvað við vorum að gera,“ sagði Anna. „Við höfum æft saman fyrir þetta hlaup í fjögur ár. Við vorum ekki ánægðar með tímann eða í hvaða sæti við lentum en við vorum ánægðir með að hafa lagt okkur allar fram,“ sagði hún enn fremur en systurnar lentu í 81. og 82. sæti í hlaupinu.„Sigrar og verðlaunapeningar eiga ekki að vera einu markmið íþróttamanna á Ólympíuleikum,“ sagði Thomas Kurschilgen, íþróttastjóri þýska frjálsíþróttasambandsins, í tölvupósti sem hann sendi vegna málsins. „Hver einasti keppandi á að gera sitt allra besta og stefna að bestu mögulegu niðurstöðunni,“ sagði hann enn fremur og sakaði tvíburana um að fara með maraþonkeppni á Ólympíuleikum eins og skemmtiskokk. „Markmið þeirra var að ná sér í athygli fjölmiðla. Það er það sem við gagnrýnum.“
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Brjálaðist og grét er lyfta var dæmd ógild | Myndir Íranski lyftingakappinn Behdad Salimikordasiabi gerði allt vitlaust og þurfti að kalla til öryggisgæslu er lyfta hjá honum var dæmd ógild. 17. ágúst 2016 23:00 Nýjasta hlaupastjarna Jamaíka náði því sem engin hefur gert á ÓL í 28 ár Elaine Thompson frá Jamaíka fylgdi á eftir sigri sínum í 100 metra hlaupi kvenna með því að vinna einnig 200 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 18. ágúst 2016 02:07 Elda veislumáltíðir fyrir hina fátæku í Ríó úr ólympíuafgöngum Eigandi besta veitingastaðar í heiminum er mættur til Ríó og eldar veislumáltíðir fyrir hina fátæku úr matarafgöngum. 17. ágúst 2016 11:29 Bolt og De Grasse brostu til hvors annars en Gatlin komst ekki úrslit Jamaíkamaðurinn Usain Bolt komst í nótt einu skrefi nær því að vinna 200 metra hlaup karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð þegar hann vann undanúrslitin í 200 metra hlaupinu á Ólympíuleikvanginum í Ríó. 18. ágúst 2016 01:54 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Sjá meira
Brjálaðist og grét er lyfta var dæmd ógild | Myndir Íranski lyftingakappinn Behdad Salimikordasiabi gerði allt vitlaust og þurfti að kalla til öryggisgæslu er lyfta hjá honum var dæmd ógild. 17. ágúst 2016 23:00
Nýjasta hlaupastjarna Jamaíka náði því sem engin hefur gert á ÓL í 28 ár Elaine Thompson frá Jamaíka fylgdi á eftir sigri sínum í 100 metra hlaupi kvenna með því að vinna einnig 200 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 18. ágúst 2016 02:07
Elda veislumáltíðir fyrir hina fátæku í Ríó úr ólympíuafgöngum Eigandi besta veitingastaðar í heiminum er mættur til Ríó og eldar veislumáltíðir fyrir hina fátæku úr matarafgöngum. 17. ágúst 2016 11:29
Bolt og De Grasse brostu til hvors annars en Gatlin komst ekki úrslit Jamaíkamaðurinn Usain Bolt komst í nótt einu skrefi nær því að vinna 200 metra hlaup karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð þegar hann vann undanúrslitin í 200 metra hlaupinu á Ólympíuleikvanginum í Ríó. 18. ágúst 2016 01:54