Sport

McManaman hugleiðir að hætta

Knattspyrnumaðurinn Steve McManaman hjá Manchester City, íhugar að hætta að leika knattspyrnu á næsta ári ef honum tekst ekki að ná sér af meiðslum sínum. Þessi 33 ár gamli fyrrum enski landsliðsmaður hefur átt við þrálát meiðsli að stríða á þessu tímabili, bæði á hásin og kálfa og segist ekki geta hugsað sér að halda áfram ef hann nær sér ekki í sumar. "Ég fer fljótlega í sumarfrí og þá mun ég taka góðan tíma til að jafna mig og hugsa málið.  Ef ég næ mér ekki að fullu, held ég að taki því ekki að halda áfram og þá verð ég bara að hætta," sagði McManaman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×