Innlent

Hyggjast skrifa undir í dag

Kvikmynda- og framleiðslufyrirtækin Saga Film og Storm standa nú í viðræðum um mögulega sameiningu sem gengið getur í gegn í dag. „Jú, það eru viðræður í gangi en það er ekki búið að skrifa undir neina pappíra,“ segir Pétur Óli Gíslason, framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Storm. Ef til kemur munu fyrir­tækin tvö sameinast að fullu og starfa undir sama þaki. Kristján Grétarsson, framkvæmdastjóri Saga Film, tekur í sama streng og segir að viðræður hafi staðið yfir að undanförnu. „Þetta er að ganga upp, vonandi í dag,“ segir Kristján en tekur fram að ekki verði um gjörbreytingu á starfseminni að ræða. Ætlunin sé að starfsemin verði blönduð og fyrirtækin hafi hvort um sig talsverða sérþekkingu fram að færa. „Þeir hjá Storm hafa verið ötulir við framleiðslu á sjónvarpsefni og svo hafa þeir sérþekkingu á svokallaðri viðburðaskipulagningu.“ Hann segir að áfram verði lögð áhersla á framleiðslu auglýsinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×