Innlent

7% hækkun hjá hjólbarðaverkstæðum

Þjónusta hjólbarðaverkstæða hefur hækkað um 7% frá því verðkönnun var gerð í desember 2003. Þetta er niðurstaða verðkönnunar ASÍ á þjónustu hjólbarðaverkstæða sem unnin var í síðustu viku og birt í gær. Talsverður munur er þó á verði þjónustu milli hjólbarðaverkstæða, hvort sem litið er á skiptingu, umfelgun eða jafnvægisstillingu. Sem dæmi er lægsta verð á skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu á 15 tommu dekkjum 4400 krónur hjá Hjólbarðaverkstæði Vöku í Reykjavík, en hæsta verð fyrir sömu þjónustu 5780 krónur hjá Hjólbarðaverkstæði Heklu. Það er um 31% verðmunur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×