Litlar eignir til upp í kröfur 4. október 2005 00:01 Gjaldþrot Héraðsdómur Norðurlands eystra féllst í gær á gjaldþrotabeiðni Slippstöðvarinnar á Akureyri og var Sigmundur Guðmundsson, lögmaður á Akureyri, skipaður skiptastjóri þrotabúsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu kröfur í búið skipta hundruðum milljóna króna en félagið á litlar eignir á móti sem hægt er að koma í verð. Upptökumannvirkin sem Slippstöðin hefur haft til afnota, flotkvíin og dráttarbrautin, eru í eigu Hafnarsamlags Norðurlands og smærri verkfæri eru í eigu starsfmannanna sjálfra. Stáltak á bæði fasteignirnar á athafnarsvæði Slippstöðvarinnar sem og stærri tæki og er Íslandsbanki með veð í þeim eignum. Helstu verðmæti þrotabúsins eru því verksamningar sem gerðir hafa verið en verkefnastaða félagsins var með betra móti þegar félagið fór í þrot. Skiptastjóri þrotabúsins átti fund með starfsmönnum Slippstöðvarinnar í gær og tilkynnti að hann óskaði ekki eftir að þeir lykju við þau verkefni sem í gangi voru. Starfsmennirnir munu því fara á atvinnuleysisskrá og á meðan óvissa er um hvort starfsemin verður endurreist eru öll verkefni í uppnámi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa nokkur fyrirtæki tengd skipaiðnaði áhuga á að koma að stofnun nýs félags um rekstur slippstöðvar á Akureyri. Þeirra á meðal er Skipasmíðastöðin Þorgeir og Ellert á Akranesi, vélsmiðjan Hamar á Eskifirði og Stálsmiðjan í Reykjavík. Akureyrarbær er lang stærsti eigandinn að Hafnarsamlagi Norðurlands og bæjaryfirvöld hafa lýst yfir að þau séu tilbúin að koma að endurreisn Slippstöðvarinnar. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga, segir KEA vera að skoða hugsanlega aðkomu að stofnun nýs félags en ákvörðun þess efnis hafi þó ekki verið tekin. Starfsmenn sjálfir eru einnig að íhuga hvort þeir geti komið að stofnun nýs félags en ljóst er að þeir munu ekki leggja fram mikla fjármuni. Þeir búa hins vegar yfir verkþekkingunni sem nýtt félag mun byggja á og hugsanlega mætti meta þá þekkingu sem ígildi hlutafjár. Fréttir Innlent Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Gjaldþrot Héraðsdómur Norðurlands eystra féllst í gær á gjaldþrotabeiðni Slippstöðvarinnar á Akureyri og var Sigmundur Guðmundsson, lögmaður á Akureyri, skipaður skiptastjóri þrotabúsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu kröfur í búið skipta hundruðum milljóna króna en félagið á litlar eignir á móti sem hægt er að koma í verð. Upptökumannvirkin sem Slippstöðin hefur haft til afnota, flotkvíin og dráttarbrautin, eru í eigu Hafnarsamlags Norðurlands og smærri verkfæri eru í eigu starsfmannanna sjálfra. Stáltak á bæði fasteignirnar á athafnarsvæði Slippstöðvarinnar sem og stærri tæki og er Íslandsbanki með veð í þeim eignum. Helstu verðmæti þrotabúsins eru því verksamningar sem gerðir hafa verið en verkefnastaða félagsins var með betra móti þegar félagið fór í þrot. Skiptastjóri þrotabúsins átti fund með starfsmönnum Slippstöðvarinnar í gær og tilkynnti að hann óskaði ekki eftir að þeir lykju við þau verkefni sem í gangi voru. Starfsmennirnir munu því fara á atvinnuleysisskrá og á meðan óvissa er um hvort starfsemin verður endurreist eru öll verkefni í uppnámi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa nokkur fyrirtæki tengd skipaiðnaði áhuga á að koma að stofnun nýs félags um rekstur slippstöðvar á Akureyri. Þeirra á meðal er Skipasmíðastöðin Þorgeir og Ellert á Akranesi, vélsmiðjan Hamar á Eskifirði og Stálsmiðjan í Reykjavík. Akureyrarbær er lang stærsti eigandinn að Hafnarsamlagi Norðurlands og bæjaryfirvöld hafa lýst yfir að þau séu tilbúin að koma að endurreisn Slippstöðvarinnar. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga, segir KEA vera að skoða hugsanlega aðkomu að stofnun nýs félags en ákvörðun þess efnis hafi þó ekki verið tekin. Starfsmenn sjálfir eru einnig að íhuga hvort þeir geti komið að stofnun nýs félags en ljóst er að þeir munu ekki leggja fram mikla fjármuni. Þeir búa hins vegar yfir verkþekkingunni sem nýtt félag mun byggja á og hugsanlega mætti meta þá þekkingu sem ígildi hlutafjár.
Fréttir Innlent Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira