Innlent

Ósiðleg áróðursherferð

Grunnskólakennarar eru uggandi yfir áætlun Landsvirkjunar um að útbúa námsefni fyrir grunnskóla landsins og að aðstoða við að kenna það. "Það er ekki beinlínis hlutverk Landsvirkjunar að búa til námsefni fyrir grunnskóla landsins. Skólinn er hér gerður að þátttakanda í umdeildum framkvæmdum sem miðast fyrst og fremst við hagsmuni fyrirtækisins sem eru óháðir hagsmunum barnanna og menntamarkmiðum skólans," segir Ólafur Páll Jónsson lektor við Kennaraháskóla Íslands. Fyrirtækið hefur tilkynnt skólastjórum í grunnskólum landsins fyrirhugaða samkeppni um orkumál á vegum Landsvirkjunar, og að fyrirtækið bjóði skólunum umtalsverðan stuðning. Samkeppninni er beint að öllum aldurshópum, og í verðlaun fá vinningshafarnir að leggja hornstein Kárahnjúkavirkjunar næsta vor ásamt forseta Íslands. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir samkeppnina ekki vera áróður, heldur samvinnu iðnaðar og skóla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×