Innlent

Kjarasamningum sagt upp?

Kjarasamningum kann að verða sagt upp um áramót vegna rangrar stjórnarstefnu, sem leitt hefur til þess að verðbólga er tvöfalt hærri en gert var ráð fyrir þegar kjarasamningar voru undirritaðir, segir í ályktun stjórnar Eflingar. Þar segir að ástæðan fyrir því að forsendur kjarasamninga séu brostnar séu að verulega skorti á aðhald í ríkisfjármálum, allar stórframkvæmdir séu í gangi á sama tíma og illa tímasettar breytingar á íbúðalánamarkaði hafi stóraukið þenslu á húsnæðismarkaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×