Fótbolti

Telma Hjaltalín til Stabæk | Rétt skref fyrir mig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Telma Hjaltalín Þrastardóttir í leik með Aftureldingu í sumar.
Telma Hjaltalín Þrastardóttir í leik með Aftureldingu í sumar. mynd / stefán
Telma Hjaltalín Þrastardóttir er gengin til liðs við norsku meistarana í Stabæk en hún hefur verið á mála hjá Aftureldingu.

Telma hefur átt flott tímabil með Aftureldingu í sumar og skorað átta mörk fyrir liðið. Hún missir af síðustu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni en liðið hefur ekki enn tryggt sæti sitt í deildinni.

Framherjinn lék áður með Stabæk árið 2011 og varð meðal annars bikarmeistari með liðinu. Foreldrar hennar búa í Noregi og hefur hún því ákveðin tengsl við landið.

Stabæk er norskur meistari í knattspyrnu og situr sem stendur í efsta sæti deildarinnar með fjögurra stiga forskot á Lilleström.

„Ég er að flytja til Noregs bæði til að bæta mig sem knattspyrnumann og vera nær fjölskyldu minni,“ segir Telma Hjaltalín Þrastardóttir í samtali við Vísi.

„Fyrir tveimur árum var ég ekki almennilega tilbúinn til að taka þetta skref en núna held ég að þetta sé rétt ákvörðun,“ segir Telma sem er aðeins 18 ára gömul.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×