Íslensk börn leita í auknum mæli sjálf til barnaverndarnefnda Hrund Þórsdóttir skrifar 11. september 2013 18:30 Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgar um rúm 5% á milli ára, eða úr 4.066 í 4.264. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaverndarstofu þar sem bornir eru saman fyrstu sex mánuðir ársins nú og í fyrra. Tilkynningum um kynferðisofbeldi fjölgar um rúmlega helming. Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu, segir mikla aukningu í tilkynningum á svæðum sem sérstakar áhyggjur hafi verið hafðar af, til dæmis á Reykjanesi. Undanfarin ár hefur tilkynningum frá lögreglunni fækkað en nú snerist dæmið við. „Núna hefur tilkynningum frá lögreglu fækkað en þeim fjölgar frá öðrum aðilum eins og frá skólum, nágrönnum og frá börnunum sjálfum,“ segir Páll. Tilkynningum frá börnum fjölgar úr 22 í 31 og Páll segir það umhugsunarvert. „Það er 31 hugrakkt barn sem hefur á þessu ári látið vita af aðstæðum sínum, að þær séu ekki nógu góðar.“ Páll segir börn eiga að þekkja neyðarnúmerið 112, þar geti þau fengið viðeigandi aðstoð ef þau telji aðstæður sínar í ólagi. Hann segir mjög ung börn sjaldan láta vita af sér, þau sem séu komin yfir 10 til 12 ára aldur átti sig frekar á aðstæðum sínum og tilkynni þær. „Börn eru líka ótrúlega dugleg við að umbera foreldra sína. Þau fyrirgefa foreldrum sínum ótrúlega mikið og aðlaga sig að aðstæðum.“ Páll segir börn aðallega tilkynna vanrækslu. „Þau tilkynna að þau búi við aðstæður sem ekki eru börnum nógu góðar. Þau fái ekki nægan mat, þau hafi ekki peninga til að gera það sem þau þyrftu að geta gert, þau hafi ekki skólavörur og fleira. Svo tilkynna þau líka ofbeldi gagnvart sér.“ Þegar tilkynning berst hefur barnaverndarnefnd sjö daga til að ákveða hvort hún kannar málið og ef barn tilkynnir ofbeldi er ekki endilega rætt strax við foreldra þess. „Við megum fara í skóla og leikskóla og tala við börnin án þess að foreldrar viti af því, ef grunur er um að foreldrar séu gerendur í málinu,“ segir Páll. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgar um rúm 5% á milli ára, eða úr 4.066 í 4.264. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaverndarstofu þar sem bornir eru saman fyrstu sex mánuðir ársins nú og í fyrra. Tilkynningum um kynferðisofbeldi fjölgar um rúmlega helming. Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu, segir mikla aukningu í tilkynningum á svæðum sem sérstakar áhyggjur hafi verið hafðar af, til dæmis á Reykjanesi. Undanfarin ár hefur tilkynningum frá lögreglunni fækkað en nú snerist dæmið við. „Núna hefur tilkynningum frá lögreglu fækkað en þeim fjölgar frá öðrum aðilum eins og frá skólum, nágrönnum og frá börnunum sjálfum,“ segir Páll. Tilkynningum frá börnum fjölgar úr 22 í 31 og Páll segir það umhugsunarvert. „Það er 31 hugrakkt barn sem hefur á þessu ári látið vita af aðstæðum sínum, að þær séu ekki nógu góðar.“ Páll segir börn eiga að þekkja neyðarnúmerið 112, þar geti þau fengið viðeigandi aðstoð ef þau telji aðstæður sínar í ólagi. Hann segir mjög ung börn sjaldan láta vita af sér, þau sem séu komin yfir 10 til 12 ára aldur átti sig frekar á aðstæðum sínum og tilkynni þær. „Börn eru líka ótrúlega dugleg við að umbera foreldra sína. Þau fyrirgefa foreldrum sínum ótrúlega mikið og aðlaga sig að aðstæðum.“ Páll segir börn aðallega tilkynna vanrækslu. „Þau tilkynna að þau búi við aðstæður sem ekki eru börnum nógu góðar. Þau fái ekki nægan mat, þau hafi ekki peninga til að gera það sem þau þyrftu að geta gert, þau hafi ekki skólavörur og fleira. Svo tilkynna þau líka ofbeldi gagnvart sér.“ Þegar tilkynning berst hefur barnaverndarnefnd sjö daga til að ákveða hvort hún kannar málið og ef barn tilkynnir ofbeldi er ekki endilega rætt strax við foreldra þess. „Við megum fara í skóla og leikskóla og tala við börnin án þess að foreldrar viti af því, ef grunur er um að foreldrar séu gerendur í málinu,“ segir Páll.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira