Erlent

Líktist mest villta vestrinu

Bandarískir hermenn og embættismenn keyrðu á milli verktaka í Bagdad með andvirði tuga og hundruða milljóna króna í seðlum og greiddu þeim í reiðufé fyrir verk sem þeir unnu. Peningarnir voru teknir úr byrgi Saddams Husseins og ekkert eftirlit með þeim eftir að þeir voru taldir út úr fjárhirslunum. Svona lýsir Frank Willis, fyrrum embættismaður í bandarísku hernámsstjórninni, því hvernig menn fóru að í Írak fyrst um sinn eftir innrásina. Hann segir embættismenn hafa verið reynslulausa og hrædda við að taka ákvarðanir. "Ég hef lýst þessari óreiðu sem villta vestrinu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×