Óvænt útspil Dylans 7. maí 2009 01:00 Bob Dylan Together Through Life er hraðsoðnari og kæruleysislegri en við eigum að venjast. Þó að það séu ekki nema tæp þrjú ár síðan Bob Dylan-platan, Modern Times kom út þá er karlinn samt mættur með nýja. Together Through Life var tekin upp í október síðastliðinn og er 33ja plata Dylans. Trausti Júlíusson lagði við hlustir. Einhvern tímann á síðasta ári hafði franski kvikmyndaleikstjórinn Olivier Dahan samband við Bob Dylan og bað hann um tónlist fyrir myndina My Own Love Song sem hann var að vinna að. Hann vantaði sérstaklega ballöðu sem aðalkarlpersóna myndarinnar átti að syngja undir lok hennar. Dylan hafði séð kvikmynd Dahans um Edith Piaf, kunni vel að meta hana og ákvað þess vegna að slá til. Umbeðið lag, Life is Hard, er á nýju Dylan-plötunni Togehter Through Life sem kom út í síðustu viku, en platan öll varð til í framhaldi af þessu kvikmyndatónlistarverkefni. Platan er komin út, en kvikmyndin verður frumsýnd seinna á árinu.Tex-Mex og blúsrokk í anda Chess-útgáfunnarTogether Through Life er ólík síðustu Dylan-plötum, Love & Theft (2001) og Modern Times (2006). Auk meðlima úr tónleikabandi Dylans spila harmonikkuleikarinn David Hidalgo (úr Los Lobos) og gítarleikarinn Mike Campbell (úr hljómsveit Tom Petty, The Heartbreakers) stór hlutverk. Tónlistin er á köflum mjög Tex-Mex skotin enda er harmonikkan áberandi á henni, en hljómurinn minnir líka stundum á gamalt blúsrokk frá sjötta og sjöunda áratugnum. Níu af tíu lögum plötunnar eru samin af Dylan og Robert Hunter sem er þekktastur fyrir að hafa verið mikill vinur Jerry Garcia og náinn samstarfsmaður Grateful Dead. Hunter samdi mikið af textum fyrir Dead og hann á greinilega sinn hlut í textagerðinni á Together Through Life. Platan er léttvægari heldur en hin útpælda og tilkomumikla Modern Times, en þetta er samt fín Dylan-plata sem sýnir að karlinn er enn að koma á óvart. Eftir Victoria Secret-auglýsinguna þá ætti kannski ekkert að koma manni á óvart þegar Dylan er annars vegar, en maður átti samt ekki von á því að hann mundi snara fram svona hraðsoðinni og kæruleysislegri plötu. Aldrei getað samið poppDylan er þekktur fyrir að veita fá viðtöl og svara stundum löngum spurningum með eins atkvæðis orðum. Hann er hins vegar mjög ræðinn í viðtalinu sem hann veitti Bill Flanagan nýlega og finna má á opinberu vefsvæði Dylans www.bobdylan.com. Þar ræðir hann óvenju frjálslega um nýju plötuna, viðrar skoðanir sínar á mönnum og málefnum og talar um ferilinn og stöðuna í dag. Hann tjáir sig meðal annars um Barack Obama og Rolling Stones og tónlistarmenn sem hafa haft áhrif á hann í gegnum áratugina. Hann nefnir Jimmy Buffett, Gordon Lightfoot, Warren Zevon, Randy Newman, John Prine og Guy Clarke sem sína uppáhalds lagasmiði og segir að hann sjálfur gæti ekki búið til „það sem kallað er popptónlist“ þótt hann reyndi. Þegar Flanagan minnir hann á að hann hafi nú selt yfir hundrað milljónir platna þá svarar Dylan: „Ég veit. Það er mér ráðgáta líka!“ Frábært viðtal sem allir aðdáendur ættu að lesa. Góðir aukabitarNýja Dylan-platan er fáanleg í nokkrum útgáfum. Hún er til sem einfaldur geisladiskur, sem tvöföld vínylplata og svo í þrefaldri viðhafnarútgáfu sem samanstendur af plötunni sjálfri, aukadiski með einum þætti af útvarpsþættinum Theme Time Radio Hour og DVD-diski með viðtali við Roy Silver sem var fyrsti umboðsmaður Dylans. Dylan gerði tíu klukkustundarlanga þemaútvarpsþætti og sá sem við fylgir með hér ber nafnið „Friends & Neighbours“. Flottur þáttur sem sýnir hvað Dylan er skemmtilegur útvarpsmaður. Tónlistin er vel valin, en kynningarnar eru það sem gerir gæfumuninn. Viðtalið við Roy Silver er líka vel þegið þannig að þessir tveir aukabitar ættu ekki að valda Dylan-nördum vonbrigðum. Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Boxari selur íbúð með heita potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Sjá meira
Þó að það séu ekki nema tæp þrjú ár síðan Bob Dylan-platan, Modern Times kom út þá er karlinn samt mættur með nýja. Together Through Life var tekin upp í október síðastliðinn og er 33ja plata Dylans. Trausti Júlíusson lagði við hlustir. Einhvern tímann á síðasta ári hafði franski kvikmyndaleikstjórinn Olivier Dahan samband við Bob Dylan og bað hann um tónlist fyrir myndina My Own Love Song sem hann var að vinna að. Hann vantaði sérstaklega ballöðu sem aðalkarlpersóna myndarinnar átti að syngja undir lok hennar. Dylan hafði séð kvikmynd Dahans um Edith Piaf, kunni vel að meta hana og ákvað þess vegna að slá til. Umbeðið lag, Life is Hard, er á nýju Dylan-plötunni Togehter Through Life sem kom út í síðustu viku, en platan öll varð til í framhaldi af þessu kvikmyndatónlistarverkefni. Platan er komin út, en kvikmyndin verður frumsýnd seinna á árinu.Tex-Mex og blúsrokk í anda Chess-útgáfunnarTogether Through Life er ólík síðustu Dylan-plötum, Love & Theft (2001) og Modern Times (2006). Auk meðlima úr tónleikabandi Dylans spila harmonikkuleikarinn David Hidalgo (úr Los Lobos) og gítarleikarinn Mike Campbell (úr hljómsveit Tom Petty, The Heartbreakers) stór hlutverk. Tónlistin er á köflum mjög Tex-Mex skotin enda er harmonikkan áberandi á henni, en hljómurinn minnir líka stundum á gamalt blúsrokk frá sjötta og sjöunda áratugnum. Níu af tíu lögum plötunnar eru samin af Dylan og Robert Hunter sem er þekktastur fyrir að hafa verið mikill vinur Jerry Garcia og náinn samstarfsmaður Grateful Dead. Hunter samdi mikið af textum fyrir Dead og hann á greinilega sinn hlut í textagerðinni á Together Through Life. Platan er léttvægari heldur en hin útpælda og tilkomumikla Modern Times, en þetta er samt fín Dylan-plata sem sýnir að karlinn er enn að koma á óvart. Eftir Victoria Secret-auglýsinguna þá ætti kannski ekkert að koma manni á óvart þegar Dylan er annars vegar, en maður átti samt ekki von á því að hann mundi snara fram svona hraðsoðinni og kæruleysislegri plötu. Aldrei getað samið poppDylan er þekktur fyrir að veita fá viðtöl og svara stundum löngum spurningum með eins atkvæðis orðum. Hann er hins vegar mjög ræðinn í viðtalinu sem hann veitti Bill Flanagan nýlega og finna má á opinberu vefsvæði Dylans www.bobdylan.com. Þar ræðir hann óvenju frjálslega um nýju plötuna, viðrar skoðanir sínar á mönnum og málefnum og talar um ferilinn og stöðuna í dag. Hann tjáir sig meðal annars um Barack Obama og Rolling Stones og tónlistarmenn sem hafa haft áhrif á hann í gegnum áratugina. Hann nefnir Jimmy Buffett, Gordon Lightfoot, Warren Zevon, Randy Newman, John Prine og Guy Clarke sem sína uppáhalds lagasmiði og segir að hann sjálfur gæti ekki búið til „það sem kallað er popptónlist“ þótt hann reyndi. Þegar Flanagan minnir hann á að hann hafi nú selt yfir hundrað milljónir platna þá svarar Dylan: „Ég veit. Það er mér ráðgáta líka!“ Frábært viðtal sem allir aðdáendur ættu að lesa. Góðir aukabitarNýja Dylan-platan er fáanleg í nokkrum útgáfum. Hún er til sem einfaldur geisladiskur, sem tvöföld vínylplata og svo í þrefaldri viðhafnarútgáfu sem samanstendur af plötunni sjálfri, aukadiski með einum þætti af útvarpsþættinum Theme Time Radio Hour og DVD-diski með viðtali við Roy Silver sem var fyrsti umboðsmaður Dylans. Dylan gerði tíu klukkustundarlanga þemaútvarpsþætti og sá sem við fylgir með hér ber nafnið „Friends & Neighbours“. Flottur þáttur sem sýnir hvað Dylan er skemmtilegur útvarpsmaður. Tónlistin er vel valin, en kynningarnar eru það sem gerir gæfumuninn. Viðtalið við Roy Silver er líka vel þegið þannig að þessir tveir aukabitar ættu ekki að valda Dylan-nördum vonbrigðum.
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Boxari selur íbúð með heita potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Sjá meira