Innlent

Ending hjálma þrjú til fimm ár

Ending reiðhjólahjálma er fimm ár frá framleiðsludegi en þrjú ár frá söludegi. Þetta kemur fram í frétt frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem hvetur hjólreiðafólk til að nota hjálma nú þegar átakið „Hjólað í vinnuna“ er hafið.

Minnir félagið á nauðsyn þess að hjálmar séu af réttri stærð, þeir rétt stilltir og sitji rétt.

Sýna athuganir að hjálmur ver fyrir alvarlegum höfuðáverkum í 80 til 85 prósentum tilfella en alvarlegustu slysin verða þegar hjólað er í bílaumferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×