„Ég vonaði að þetta væri bara ekki satt“ 7. maí 2009 08:00 Ragnar erling hermannsson „Það er rosalegt að vita af honum þarna,“ segir Hermann Þór Erlingsson, faðir Íslendings sem situr nú í brasilísku fangelsi og bíður dóms vegna kókaínsmygls. Hann hefur enn ekkert heyrt í syni sínum. „Ég frétti þetta á mánudaginn. Allan daginn var ég að vona að þetta væri bara ekki satt. Ég er búinn að vera í sjokki síðan og veit satt að segja ekki mitt rjúkandi ráð,“ segir Hermann. Sonur Hermanns, Ragnar Erling, er 24 ára. Hann var handtekinn fyrir tæpri viku á flugvellinum í borginni Recife með tæp sex kíló af hreinu kókaíni í farangri sínum. Hann var á leið upp í flugvél og stefndi til Malaga á Spáni. Ragnar hefur verið ákærður fyrir fíkniefnabrot og getur það varðað allt að 20 ára fangelsisvist. Hann situr nú í hinu illræmda Cotel-fangelsi, þar sem hann deilir klefa með fimmtán öðrum og bíður dóms. „Nú erum við bara að reyna að komast yfir símanúmer hjá lögreglunni og athuga hvort það er einhver glæta á að hafa samband við strákinn. Og reyna að komast að því hvort og þá hvernig hægt er að koma til hans einhverjum bjargráðum, peningum eða einhverju sem gæti hjálpað honum,“ segir Hermann. „En á meðan hann er í stöðugum yfirheyrslum og einangrun þá er það nú erfitt. Á meðan bíðum við bara eftir frekari upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.“ Meðal þess sem fjölskylda hans kannar nú er hvort hún þurfi að útvega honum lögmann. Langt geti liðið þar til málið verði tekið fyrir ef hann er ekki með almennilegan réttargæslumann. Þá hafa þau velt fyrir sér að fara sjálf út til Brasilíu að vinna í málinu. Hermann segir að allt kapp verði lagt á að fá Ragnar heim í afplánun. Það geti þó orðið erfitt þar sem enginn framsalssamningur er í gildi á milli þjóðanna tveggja. Að öðrum kosti verði reynt að finna honum pláss í fangelsi með betri aðbúnaði, hugsanlega sérstakt útlendingafangelsi. Ragnar hefur sagt við yfirheyrslur að hann hefði farið í ferðina til að borga fíkniefnaskuld á Íslandi. Hermann vissi ekki að sonur hans væri sokkinn svona djúpt. „Auðvitað hugsar maður það versta þegar maður veit að menn eru komnir í neyslu á annað borð, en mig grunaði ekki að hann væri í svona vondum málum. Bara því miður, ég áttaði mig ekki á því. Hann hefur leitað til okkar með eitthvert smáræði en aldrei nefnt að það þyrfti að gera upp mál af þessari stærðargráðu.“ Ragnar Erling sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gærkvöld að hann ætti eftir að deyja í fangelsinu. Hann sagðist jafnframt vera með matareitrun og skoraði á yfirvöld að leita leiða til að hjálpa sér að komast til Íslands. Hann sé þannig týpa að hann geti ekki verið í fangelsi í Brasilíu. stigur@frettabladid.is kjartan@frettabladid.is Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
„Það er rosalegt að vita af honum þarna,“ segir Hermann Þór Erlingsson, faðir Íslendings sem situr nú í brasilísku fangelsi og bíður dóms vegna kókaínsmygls. Hann hefur enn ekkert heyrt í syni sínum. „Ég frétti þetta á mánudaginn. Allan daginn var ég að vona að þetta væri bara ekki satt. Ég er búinn að vera í sjokki síðan og veit satt að segja ekki mitt rjúkandi ráð,“ segir Hermann. Sonur Hermanns, Ragnar Erling, er 24 ára. Hann var handtekinn fyrir tæpri viku á flugvellinum í borginni Recife með tæp sex kíló af hreinu kókaíni í farangri sínum. Hann var á leið upp í flugvél og stefndi til Malaga á Spáni. Ragnar hefur verið ákærður fyrir fíkniefnabrot og getur það varðað allt að 20 ára fangelsisvist. Hann situr nú í hinu illræmda Cotel-fangelsi, þar sem hann deilir klefa með fimmtán öðrum og bíður dóms. „Nú erum við bara að reyna að komast yfir símanúmer hjá lögreglunni og athuga hvort það er einhver glæta á að hafa samband við strákinn. Og reyna að komast að því hvort og þá hvernig hægt er að koma til hans einhverjum bjargráðum, peningum eða einhverju sem gæti hjálpað honum,“ segir Hermann. „En á meðan hann er í stöðugum yfirheyrslum og einangrun þá er það nú erfitt. Á meðan bíðum við bara eftir frekari upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.“ Meðal þess sem fjölskylda hans kannar nú er hvort hún þurfi að útvega honum lögmann. Langt geti liðið þar til málið verði tekið fyrir ef hann er ekki með almennilegan réttargæslumann. Þá hafa þau velt fyrir sér að fara sjálf út til Brasilíu að vinna í málinu. Hermann segir að allt kapp verði lagt á að fá Ragnar heim í afplánun. Það geti þó orðið erfitt þar sem enginn framsalssamningur er í gildi á milli þjóðanna tveggja. Að öðrum kosti verði reynt að finna honum pláss í fangelsi með betri aðbúnaði, hugsanlega sérstakt útlendingafangelsi. Ragnar hefur sagt við yfirheyrslur að hann hefði farið í ferðina til að borga fíkniefnaskuld á Íslandi. Hermann vissi ekki að sonur hans væri sokkinn svona djúpt. „Auðvitað hugsar maður það versta þegar maður veit að menn eru komnir í neyslu á annað borð, en mig grunaði ekki að hann væri í svona vondum málum. Bara því miður, ég áttaði mig ekki á því. Hann hefur leitað til okkar með eitthvert smáræði en aldrei nefnt að það þyrfti að gera upp mál af þessari stærðargráðu.“ Ragnar Erling sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gærkvöld að hann ætti eftir að deyja í fangelsinu. Hann sagðist jafnframt vera með matareitrun og skoraði á yfirvöld að leita leiða til að hjálpa sér að komast til Íslands. Hann sé þannig týpa að hann geti ekki verið í fangelsi í Brasilíu. stigur@frettabladid.is kjartan@frettabladid.is
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent