Bush velur íhaldsmann í Hæstarétt 20. júlí 2005 00:01 George W. Bush Bandaríkjaforseti útnefndi á þriðjudag John G. Roberts í embætti hæstaréttardómara, en þetta er í fyrsta sinn í áratug sem nýr maður er skipaður í Hæstarétt Bandaríkjanna. Repúblikanar fögnuðu valinu á Roberts en demókratar eru lítt hrifnir, enda hefur Roberts skapað sér orðstír fyrir að vera mjög íhaldssamur. Staðfesti öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, útnefningu Roberts verður hann eftirmaður Söndru Day O'Connor og mun ráða yfir oddaatkvæði í dómstól sem er klofinn milli tveggja fylkinga; annarrar frjálslyndrar og hinnar íhaldssamrar. Bush bauð Roberts starfið símleiðis í hádeginu á þriðjudag og tilkynnti síðan þjóðinni um ákvörðun sína í sjónvarpsávarpi um kvöldið. Bush sagði að Roberts myndi "framfylgja stjórnarskránni í þaula lagalega en ekki gerast löggjafi úr dómarasætinu". Roberts, sem er fimmtugur að aldri, er dómari í áfrýjunardómstól District of Columbia en var áður lögmaður og flutti sem slíkur alls 39 mál fyrir Hæstarétti. Næsta skref í útnefningarferlinu eru vitnaleiðslur fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, en þær munu væntanlega hefjast öðru hvoru megin mánaðamótanna ágúst-september. Talsmenn demókrata á þingi boðuðu að í staðfestingaryfirheyrslunum myndu þeir fara vel ofan í saumana á ferli Roberts. Engu að síður er þess vænst að áform Bush gangi eftir um að greidd verði atkvæði í þinginu um staðfestingu Roberts í embætti tímanlega fyrir 3. október næstkomandi, en þá hefst nýtt starfsmisseri dómstólsins. Allt frá því Bush tók fyrst við forsetaembættinu fyrir fjórum og hálfu ári hafa ráðgjafar hans beðið eftir tækifæri til að skipa nýjan dómara í Hæstarétt. Tækifærið gafst fyrst er O'Connor tilkynnti 1. júlí síðastliðinn að hún hygðist fara á eftirlaun. Þá blandaði forsetinn sér persónulega í málið og setti saman lista yfir ellefu manns sem til greina kæmu í embættið. Bush hitti Roberts á föstudag og komst sem sagt í gær að þeirri niðurstöðu að hann væri rétti maðurinn í starfið. Erlent Fréttir Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Sjá meira
George W. Bush Bandaríkjaforseti útnefndi á þriðjudag John G. Roberts í embætti hæstaréttardómara, en þetta er í fyrsta sinn í áratug sem nýr maður er skipaður í Hæstarétt Bandaríkjanna. Repúblikanar fögnuðu valinu á Roberts en demókratar eru lítt hrifnir, enda hefur Roberts skapað sér orðstír fyrir að vera mjög íhaldssamur. Staðfesti öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, útnefningu Roberts verður hann eftirmaður Söndru Day O'Connor og mun ráða yfir oddaatkvæði í dómstól sem er klofinn milli tveggja fylkinga; annarrar frjálslyndrar og hinnar íhaldssamrar. Bush bauð Roberts starfið símleiðis í hádeginu á þriðjudag og tilkynnti síðan þjóðinni um ákvörðun sína í sjónvarpsávarpi um kvöldið. Bush sagði að Roberts myndi "framfylgja stjórnarskránni í þaula lagalega en ekki gerast löggjafi úr dómarasætinu". Roberts, sem er fimmtugur að aldri, er dómari í áfrýjunardómstól District of Columbia en var áður lögmaður og flutti sem slíkur alls 39 mál fyrir Hæstarétti. Næsta skref í útnefningarferlinu eru vitnaleiðslur fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, en þær munu væntanlega hefjast öðru hvoru megin mánaðamótanna ágúst-september. Talsmenn demókrata á þingi boðuðu að í staðfestingaryfirheyrslunum myndu þeir fara vel ofan í saumana á ferli Roberts. Engu að síður er þess vænst að áform Bush gangi eftir um að greidd verði atkvæði í þinginu um staðfestingu Roberts í embætti tímanlega fyrir 3. október næstkomandi, en þá hefst nýtt starfsmisseri dómstólsins. Allt frá því Bush tók fyrst við forsetaembættinu fyrir fjórum og hálfu ári hafa ráðgjafar hans beðið eftir tækifæri til að skipa nýjan dómara í Hæstarétt. Tækifærið gafst fyrst er O'Connor tilkynnti 1. júlí síðastliðinn að hún hygðist fara á eftirlaun. Þá blandaði forsetinn sér persónulega í málið og setti saman lista yfir ellefu manns sem til greina kæmu í embættið. Bush hitti Roberts á föstudag og komst sem sagt í gær að þeirri niðurstöðu að hann væri rétti maðurinn í starfið.
Erlent Fréttir Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Sjá meira